Heimili og skóli - 01.10.1948, Blaðsíða 18

Heimili og skóli - 01.10.1948, Blaðsíða 18
114 HEIMILI OG SKÓLI Eru námsbækurnar að eyði- leggja augu barnanna? Grein úr Úrvali Börn nú á tímum eru kannske bet- ur að sér en feður þeirra voru á þeirra aldri, en augu þeirra hafa sennilega orðið að gjalda þess. Hinn mikli bóka- lestur, sem þeim er lagður á herðar, jafnvel þegar á leikskólaaldri, hefur valdið örtvaxandi nærsýni hjá börn- um, sem seinna getur leitt til versn- andi sjónar. Á undanförnum 30 árum hefur nær- sýni í börnum þrefaldast. Þetta er var- lega áætlað. Rannsóknardeild Ameri- can Optical Company skýrir frá því, að sala á nærsýnisgleraugum hafi þre- faldast síðan 1918. En dr. Theodore Cohen, starfsmaður hjá heilbrigðis- málastofnun ríkisins, tekur dýpra í ár- inni. Hann segir, að nærsýnistilfelli hjá 15000 skólabörnum í Washington hafi fimmfaldast fimm fyrstu skólaár- in — eða fjölgað um 100% á ári að meðaltali. Samkvæmt ummælum dr. Wiseberg frá New York í ,,Year Book of Opto- metry“ fyrir árið 1940 — og ástandið hefur stöðugt farið versnandi síðan — er nærsýni orðin hreinn faraldur: „Á undanförnum 15 til 20 árum hefur nærsýni aukizt meira en nokkru sinn fyrr. . .. Fyrir 10 árum var eitt barn af hverjum 20 nærsýnt. Nú má finna greinileg merki um nærsýni hjá 8 af hverjum 10 börnum/ Hver er skýringin á þessu? Það er staðreynd, að augu mannsins laga sig eftir því, sem af þeim er krafizt, eins og aðrir líkamshlutar. Ef þér væri á unga aldri kennt að ganga lotinn, mundir þú vafalaust eiga erfitt með að læra aftur að ganga uppréttur. Aug- unum er eðlilegt að vera fjarsýn. Þeg- ar börn lesa, skrifa eða teikna, verður augasteinninn kúptari til þess að myndin verði skýr á nethimnunni. Ef mikil brögð eru að því, að börn rýni í smátt letur eða annað smágert, er hætta á, að þau glati að einhverju leyti hæfileikanum til að festa augun á fjarlægari hluti fgera augasteininn flatari). Arthur B. Bissaillon augnlæknir í borginn Pittsfield í Bandaríkjunum á þrjú börn og hefur hann fylgzt ná- kvæmlega með því, hvaða áhrif skóla- veran hefur haft á sjón þeirra. Hann skoðaði augun í þeim áðui en þau fóru í fyrsta bekk, og voru þau öll fjar- sýn. Mæld í stigum var fjarsýni þeirra 200. Eftir sex mánaða skólaveru var hún komin niður í 150. Ári seinna niður í 75. Þrem mánuðum þar á eftir var hún komin niður í núll, og þá lét

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.