Heimili og skóli - 01.10.1948, Qupperneq 19
HEIMILI OG SKÓLI
115
hann börnin fá gleraug til að koma
í veg fyrir að þau yrðu nærsýn.
Hann áætlar, að fyrstu þrjú skóla-
árin séu börnin látin lesa 30 sinnum
meira en tíðkaðist um aldamótin síð-
ustu.
Augasteinninn er ekki búinn að ná
fullum þunga fyrr en á áttunda ári,
og fullþroska er hann ekki fyrr en á
sextánda ári. „Skólabörn hafa því
mjög lítið vald yfir sjón sinni, og
varasamt er að reyna of mikið á aug-
un,“ segja Marian Breckenridge og
E. Lee Vincent í bók sinni „Þroski
barna“.
Það ætti að vera almenn regla að
láta börnin ekki lesa smærra letur
en eftirfarandi:
Til sjö ára alurs:
Þessa leturstærð.
Til átta ára aldurs:
Þessa leturstærð.
Til niu ára aldurs:
Þessa leturstærð.
Tiu til tólf ára:
Þessa leturstærð.
Þetta ættu útgefendur barnabóka
að hafa í huga. En foreldrar og kenn-
arar þurfa einnig að gæta annars.
Nægileg birta verður að vera, þegar
börnin eru að lesa, skrifa eða teikna,
og banna skyldi börnum að lesa í rúm-
inu, og umfram allt bækur með smáu
letri.
Lélegt viðurværi og vítamínskortur
segir fljótt til sín með sviða eða óþæg-
indum í augum. Þegar líkamlegri
heilbrigði er ábótavant, bitnar það oft
fyrst á augunum.
Sjálfsagt er að láta rannsaka augu
barnanna að minnsta kosti einu sinni
á ári. Ef bera tekur á nærsýni, ætti
að fyrirbyggja strax frekara tjón með
gleraugum.
í slíkum tilfellum er ekki nauðsyn-
legt, að nota gleraugun nema við lest-
ur og handavinnu. En ef ekkert er að
gert, getur svo farið, að barnið verði
dæmt til að vera með gleraugu alla
æfi, og sjóninni haldi jafnt og þétt
áfram að hraka.
Starfið er bezti uppalandinn.