Heimili og skóli - 01.04.1953, Síða 13

Heimili og skóli - 01.04.1953, Síða 13
HEIMILI OG SKÓLI 33 söm um of við skólana. Um það er ekki að tala, að skólinn fái fé nema til allra nauðsynlegustu framkvæmda. Hér í Danmörku er sömu söguna að segja, en kennararnir hafa reynt ýms- ar leiðir til að bæta úr þessu. T. d. er mér kunnugt um, að í einum barna- skólanum hér í Höfn er starfandi sjóður að upphæð 16 þúsund krónur. Þessi sjóður er stofnaður með frjáls- um framlögum kennara og aðstand- enda barnanna. Vöxtum sjóðsins ráð- stafa skólastjóri og kennarar í samein- ingu. Og þetta fé er notað til margra hluta. Fátækustu börnin eru styrkt til að kaupa skólabækur og áhöld, eða þau fá fé til þess að geta tekið þátt í ferðalögum skólans. Jólahátíðin, skólaskemmtunin og foreldramótin kosta líka peninga og þá fær skólinn úr þessum sjóði o. s. frv. Með öðrum orðum, hér er fé, sem skólinn í sam- ráði og með aðstoð foreldranna getur varið til ýmissa framfaramála og ann- ars, sem gerir skólalífið fjölbreyttara og skemmtilegra. Margar af slíkum framkvæmdum eru ekki síður nauð- synlegar en byggingar og slíkt, sem að ytri aðbúnaði viðvíkur, en þó skiljanlegt, að hið opinbera telji sig þær engu skipta. Kennarafélag Árósa hefur farið aðr- ar leiðir. Það rekur kvikmyndahús til þess að afla sér fjár. Á vegum þess starfar sumarskóli (feriekoloni) og er kostnaðurinn við hann eingöngu greiddur með hagnaði þeim, sem kvikmyndahúsið gefur. Þetta sama gerir Háskóli íslands, en mér finnst, að kennarafélög við hina stærri skóla t. d. í Reykjavík gætu einnig lagt inn á sömu braut. Góður geymslustaður. Oft lætur það vandamál á sér bæra, hvar skápnum, sem áhöld og kennslu- bækur skólans eru geymdar í, verði haganlegast komið fyrir. í nýjum skóla hér hef ég séð leyst úr þessum vanda á sérstaklega hagkvæman hátt að mínum dómi. í skólastofunni var tafla, sem náði næstum yfir allan vegg- inn. LTndir töflunni var skápnum komið fyrir. Hann var jafnlangur og taflan og álíka þykkur og venjuleg , bókahilla. Fyrir honum voru renni- hurðir af sams konar gerð og rúður fyrir bókaskáp. Skápur þessi tók I bókstaflegum skilningi ekkert rúm. Kennarinn stendur um það bil arms- lengd frá töflunni, þegar hann skrif- ar, og bilið, sem myndast milli hans og töflunnar, er hér notað, án þess að það bagi hið minnsta. Þetta er stór kostur, þar sem húsnæði er tak- markað. Sé skápurinn byggður úr sama efni og skólahúsgögnin, er að honum hin mesta prýði. Annar aðal- kostur skápsins er sá, að kennarinn fær aukið rými fyrir bækur sínar og kennslutæki, þar sem hann getur lagt það ofan á skápinn, en þarf ekki að stafla því öllu á kennaraborðið fyrir framan sig. Einnig er nærtækara að ná í það, sem í skápnum er geymt en að þurfa að sækja það í hinn enda stofunnar. Þetta eru sundurlausir punktar, valdir af handahófi, því að af nógu er að taka. Ég hef ekki lagt út á þá braut að lýsa hér ýmsum kennslutækjum, þó að það væri sannarlega freistandi. Það yrði allt of langt mál. Meðal ann- ars hef ég séð hina ýmsu hluta manns-

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.