Heimili og skóli - 01.04.1953, Qupperneq 20

Heimili og skóli - 01.04.1953, Qupperneq 20
40 HEIMILI OG SKÓLI Lestrarnám og lestrarörðugleikar Eftir ÓLAF GUNNARSSON, sálfræðing. Erindi flutt í Laugarnesskólanum í Reykjavík í októbermánuði 1952. Hver er tilgangur lestrarnáms? Lestrarnám er grundvöllur undir öðru námi, og má því vera, að sum- um þyki óþarft að spyrja þess, hver tilgangur lestrarnáms sé. Okkur fer oft þannig, þegar spurt er um það, sem við köllum sjálfsagða hluti, að við lítum undrandi á spyrjandann og svör- um engu, ,eða skellum í góm og telj- um ekki virðingu okkar samboðið að svara kjánalegum spurningum. Þegar betur er að gáð, er spurning- unni: hver er tilgangur lestrarnáms, alls ekki auðsvarað. í fyrsta lagi vegna þess, að það er engan veginn alveg víst, að allt það erfiði og allur sá til- kostnaður, sem lestrarnámi fvlgir, borgi sig fyrir þann, sem á að læra lesturinn og fyrir þjóðfélagið í heild. í öðru lagi er það ekkert markmið í sjálfu sér að verða læs, markmiðið hlýtur að vera fólgið í því að geta beitt lestrarkunnáttu sinni í þjónustu annarra markmiða. Hvað fyrri spurninguna snertir, skulum við gera okkur ljóst, að þótt eitt orð sé notað um að vera læs, þá er mikill munur á lesandanum, sem stautar sig gegnum smáfréttir Morg- unblaðsins og vísindamanninum, sem heyjar sér fróðleik í alls konar fræði- bókum um margs konar efni. Sannleikurinn er sá, að mikill hóp- ur manna getur naumast talizt læs, þótt þeir þekki alla stafi og geti stór- slysalaust greint og sagt velflest orð í léttu ritmáli. Eigi þeir að gera grein fyrir samhengisbundnu efni orðanna, fer gamanið að grána. Oft kemur í ljós, að efnisnámið hefur farið alger- lega út um þúfur eða brenglast þann- ig, að efnisþráðurinn liefur orðið al- rangur. Þetta eru staðreyndir, sem fjöldi rannsókna sanna, en ef þið vilj- ið ganga úr skugga um, að þetta sé rétt, á einfaldan hátt, þá skrifið smá- grein eða frétt í eitthvert blaðið og hlustið á nokkra lesendur endursegja efni þess, sem þið hafið skrifað, þið munuð fljótlega komast að raun um, að endursögnin er oft hin undarleg- asta. Mikið af slíku fólki les sáralítið og lestrarefni þess er helzt ekki annað en lítill hluti þess, sem stendur í einu dagblaði, og ef til vill lélegar viku- blaðasmásögur. Spurningin um, hvort réttmætt sé í raun og veru að leggja mikið á svona fólk við lestrarnám, er því engin fjarstæða, því að óneitan- lega er miklum tíma og miklu fé eytt í slíka kennslu. Eins og almennings- álitið er nú í menningarlöndum Evrópu og Ameríku, tel ég samt rétt að kenna öllum börnum, sem hægt er, lestur, ekki fyrst og fremst vegna þess að þau hafi svo mikil not af honum, heldur miklu fremur vegna þess, að sá hluti fólks, sem heldur að hann hafi og hefur gagn af lestrarkunnáttu, myndi líta þá ólæsu óhýru auga og telja þá menn að minni, en það myndi

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.