Heimili og skóli - 01.04.1953, Page 25

Heimili og skóli - 01.04.1953, Page 25
HEIMILI OG SKÓLI 45 Kennaratal á íslandi KENNARATALSNEFNDIN Á FUNDI. Ingimar Jóhannesson, Olaiur Þ. Kristjánsson, Guðmundur I. Guðjónsson, Vilbergur Júlíuss. Eins og frá hefur verið skýrt hér í ritinu áður, er nú í undirbúningi bók ein mikil, sem nefnist Kennaratal á íslandi. Er þetta safn æviágripa allra kennara á íslandi, við æðri og lægri skóla. Gert er ráð fyrir, að æviágripin verði samtals um 3000. Þar verða upp- lýsingar um ætt kennaranna, menntun þeirra og störf. Bókin mun flytja myndir af starfsfólki hvers einasta skóla á íslandi. Kennaratal birtir myndir af öllum kennurum landsins, sem myndir eru til af, og má telja víst, að allt að 2500 myndir verði í bók þessari, þar á með- al myndir af öllum merkustu skóla- mönnum þjóðarinnar fyrr og síðar. Þetta rit verður ómissandi handbók fyrir alla þá, sem einhver skil vilja kunna á skólasögu landsins og þeim mönnum, sem þar hafa komið við sögu meira eða minna. Það er mikið starf að taka svona bók saman, en þó auðveldar það mjög allan undirbún-

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.