Heimili og skóli - 01.04.1962, Blaðsíða 7
HEIMILI OG SKÓLI
35
sá, að kunna að £ara með vilja barnsins
á hinum ýmsu þroskastigum þess, að
sveigja vilja þess til hlýðni við okkar
vilja, sem vitum oftast betur.
Glíman við vilja barnsins er kann-
ski eitthvert erfiðasta viðfangsefnið í
öllu uppeldinu, og jafnframt vanda-
samasta. Þarna kemur að góðu haldi sú
náðargáfa mæðranna að skilja börnin
sín. Sú náðargáfa tekur öllu fram, en
hún getur brugðizt og ekki sízt nú á
dögum, þegar börnin njóta mæðranna
ekki í jafn ríkum mæli og áður.
Það er einfalt ráð en óheppilegt, að
brjóta vilja barns til hlýðni, og það
hefnir sín oft seinna. Vilji barnsins
verður seinna sterkur og þá standa for-
eldrarnir uppi vopnlausir.
Það örfar lieldur ekki til hlýðni að
skipa. Börn skilja tóninn í orðunum
jafnvel áður en þau skilja orðin sjálf.
Skipun er alltaf kuldaleg, og við get-
um vel verið án hennar í uppeldinu.
Það orð mætti strika burt úr orðabók
uppeldisfræðinnar.
Þar er það varla nothæft. Það gerir
ráð fyrir meiri þroska en börn búa
yfir. Auk þess er það kaldranalegt. Það
má nota orðið í hernaði, en ekki í upp-
eldi.
En hverning er þá með öll bönnin?
Eigum við þá að gefast upp á að banna
börnum og aðhyllast algjört frelsi í
uppeldinu? Nei, við höfum þegar
hafnað því. En er liægt að komast hjá
bönnum? Nei, það er ekki hægt, en
þó má oft komast hjá þeim með því
að fara aðra leið, sem er happasælli,
en það er beiðni eða tilmæli. Hún nær
oft sama tilgangi, ef vel er á haldið.
Hún er mildari og vekur síður upp
þrjózku, en það gera bönnin oft.
Ég byrja ætíð á að biðja skólabörnin
mín að gera ekki þetta eða hitt. Oft
dugar það, en þá verður að grípa til
banna. Bezt er samt að reyna að kom-
ast sem mest hjá þeim, og aldrei banna
það, sem vitað er, að ekki verður hlýtt.
Ótímabær og sífelld bönn leiða til sí-
felldra árekstra í uppeldinu, sem leitt
getur til hernaðarástands. Beiðnin
vekur mildari andsvör en bönn,
hvort heldur er í skóla eða heimili.
Við vitum þó, að bönn eru nauðsynleg
og jafnvel óhjákvæmileg á öllum stig-
um uppeldisins, og það er ekkert við
þau að athuga, ef þau eru ekki notuð
í tíma og ótíma, en það endar oft með
því, að enginn tekur mark á þeim. Við
þurfum að lrnitmiða hvenær við eigum
að banna og ekki banna, og hvað við
eigum að banna.
Það er skaðlaust, jafnvel nauðsyn-
legt, að börn kynnist bönnum, þegar
beiðni og tilmæli duga t. d. ekki. Við
lifum í þjóðfélagi, þar sem óteljandi
bönn ríkja, og það er nauðsynlegt að
börnin fái að kynnast þeim smátt og
smátt og læri að hlýða þeim stig af
stigi. Þá kemur þetta allt af sjálfu sér.
En hinum verður það oft erfitt, sem
alizt hafa upp í takmarkalitlu frelsi og
ekki hafa lært að hlýða. Úr þessum
börnum verða oft árekstramenn þjóð-
félagsins. Það er stig í þroskaferli barn-
anna að læra að hlýða, að kunna af fús-
um vilja að beygja sig undir bönn, þó
að hinu sé ekki að neita, að þau eru
mjög varasöm í óhófi, bæði í heimili
og skóla, og í þjóðfélaginu sjálfu.
Frelsið var gert að umtalsefni hér að