Heimili og skóli - 01.04.1962, Qupperneq 9
HEIMILI OG SKÓLI
37
SIGURJÓN BJÖRNSSON:
Að vissu leyti er fjarstæða að tala
um uppeldi sem sjálfstætt viðfangsefni.
Uppeldi er afleiðing. Á líkan hátt og
líkami barnsins er afleiðing getnaðar,
eins er uppeldi þess afleiðing fjöl-
skyldulífsins. Að sjálfsögðu má rekja
orsakatemdsin miklu Ien«ra aftur o«
o O o
á miklu breiðari grundvelli, því að
nrargt annað en fjölskyldulífið orkar
á uppeldi barnsins. En við skulum láta
það liggja í þagnargildi að sinni, en
staldra við fjölskyldulífið.
Það er mikill viðburður í lífi hvers
einstaklings, þegar hann gengur í
hjónaband og stofnar heimili. Hjóna-
bandið er eins konar aðgöngumiði að
vettvangi hins fullþroska manns. Eig-
inmaðurinn fær skyndilega skyldur á
herðar og ábyrgð, sem hann hefur ekki
þekkt áður. Eiginkonan er ekki lengur
áhyggjulaus blómarós, heldur á hún
nú að fara að hugsa um heimili, eigin-
mann og börn. Þessi atburður gerir
miklar kröfur til hinna ungu hjóna og
venjulega verða þau að tjalda til öllum
þeim persónuþroska, sem þau eru
gædd. Oftast fleytir ástin þeim yfir
fyrsta áfangann, en einn góðan veður-
dag vakna þau þó af rósabeði hennar
til hins gráa hversdagsleika. Þau skynja
sjálf sig sem tvo persónuleika, tvær
skapgerðir, hvort með sínum kostum
og göllum. Þau eru ekki lengur eitt,
heldur tveir einstaklingar, sem lifa
saman. Þau rekast þá gjarnan á eitt og
annað í fari hins, sem þeim fellur mið-
ur. Þá er hið eiginlega hjónaband liaf-
SAMLÍF
ið. Við tekur nú tímabil aðlögunar.
Veltur á ýmsu hversu löng og ströng
sú aðlögunarkreppa verður og hvem-
ighenni lyktar. Stundum gefast hjónin
upp í baráttunni, stundum verður
misklíðin „kronisk“, ef svo má segja,
en þegar bezt lætur finna báðir aðilar
sér nýtt lífsform, sem gerir þeim fært
að lifa saman án verulegra árekstra,
stefna að sameiginlegum markmiðum
og þroskast áfram, hvort eftir sínum
eigin lögmálum.
Á meðan þessi aðlögunartími stend-
ur yfir, fæðast fyrstu börnin, stundum
öll. Og hefur það sína þýðingu, því að
mjög margt virðist benda til þess, að
andleg líðan barnsins fari mikið eftir
því, hvert andrúmsloft ríkir á heimil-
inu, þ. e. eftir því hversu mikil aðlög-
unarkreppa foreldranna er. Það virðist
hafið yfir allan vafa, að geðræn spenna
í sambúð foreldranna hafi smitandi
áhrif á sálarlíf barnsins. Viðbragð smá-
barnsins verður þá oft óværð, órói,
svefntruflanir, viðkvæmni, lystarleysi
og jafnvel meltingartruflanir.
Með þetta í huga skulum við nú líta
nánar á samlíf foreldranna, reyna að
rekja það í sundur og grandskoða.
Til samlífs karls og konu er stofnað
af ýmsum ástæðum, en hin algengasta
mun vera sú, að tveir aðilar dragast
hvor að öðrum, vegna þess að viss ein-
kenni líkamlegs eða andlegs eðlis full-
nægja einhverri þörf hjá hinum.
Sjaldnast munu hjónaefnin gera sér
grein fyrir hvers eðlis sú tilfinning er,