Heimili og skóli - 01.04.1962, Page 10
38
HEIMILI OG SKÓLI
sem nefnist ást, enda munu rætur
hennar jafnan vera ómeðvitaðar. Vegir
ástarinnar liggja langt aftan úr
bernsku, og í ástinni gætir endur-
hljóms frá horfinni Paradís.
Ef reynt væri að greina að tegundir
lijónabanda, myndi koma í ljós, að þær
eru nokkuð margar. Við þekkjum t. d.
hjónaband húsbóndavaldsins. Þar er
eiginmaðurinn hinn einráði herra,
forsjá og fyrirhyggja. Ábyrgðin á heim-
ilinu hvílir á honum, fjölskyldan
stendur í skjóli hans og verður að
beygja sig undir föðurlegan aga.
Aðra tegund mætti nefna hið móð-
urlega hjónaband. Hlutverk konunnar
verður þá að annast eiginmann og
börn, sem væri hún móðir þeirra allra.
í þeim hjónaböndum er konan oft
nokkru eldri en maðurinn. Hann er
eins konar „stór drengur“, misjafnlega
hlýðinn og auðsveipur eins og gengur.
í þriðja lagi má nefna hið erotiska
hjónaband. Það getur verið með tvenn-
um hætti a. m. k.: konan er hin aðdá-
unarverðasta ástkona, sem maðurinn
dáir og dekrar við. Hún nýtur þess að
vera elskuð, hann nýtur þess að elska.
í hinu tilfellinu snúast hlutföllin við.
Þá er það eiginmaðurinn, sem ástar-
innar nýtur, konan sem elskar.
í fjórða lagi er það svo hið félagslega
hjónaband, sem byggist á andlegum
skyldleika, sameiginlegum áhugamál-
um, jafnrétti og jafnræði tveggja full-
þroska einstaklinga.
Þó að þessi upptalning sé af handa-
hófi gerð og ekki tæmandi, nægir hún
til að sýna hversu hjónabönd geta ver-
ið ólík. Sjaldan munu finnast hreinar
týpur, flestar eru meira og minna
blandaðar. Séu hjónin það lík, að
kröfur og óskir falli vel saman, verður
hjónabandið farsælt. En algengt er, að
þau séu það ólík, að erfitt verði um
samræmingu. Þá getur hæglega farið
svo, að hjónabandið verði ein þrotlaus
barátta um það, hvors þarfir og sjón-
armið eigi að ráða, eða að annað hjón-
anna gefist upp í baráttunni og „sætti
sig“ á yfirborðinu við hlutskipti, sem
illa hentar því. Með því móti fæst að
vísu friður og samlyndi, að því er
virðist, en yfir þeim hjónaböndum
hvílir þó ávallt nokkur skuggi.
Ætla mætti, að einfaldasta lausnin á
þessum vanda væri að gefa hjónaefn-
um kost á sálfræðilegum rannsóknum
og leiðbeiningum, svo að hægt væri
að koma í veg fyrir að hjónabönd, sem
stefndu að óhamingju, yrðu til. Slík
aðstoð gæti efalaust orðið mörgum að
liði, en því fer þó fjarri að hún gæti
nokkurn tíma orðið fullnægjandi. En
höfuðástæðan til þess er sú, hversu
sálarlíf mannsins er flókið og samsett.
Óskir og þarfir einstaklings varðandi
maka eru margar og margbotnar og
stangast iðulega á innbyrðis, auk þess
sem ýmsar þeirra brjóta í bága við það,
sem viðkomandi sjálfur telur rétt eða
framkvæmanlegt. Sem dæmi um þetta
má nefna eiginkonuna, sem vill vera
sjálfstæð og óháð og gerir kröfur til
eiginmannsins um, að hann virði þessa
sjálfstæðisþörf. Hins vegar býr einnig
með henni þörf fyrir að standa í skjóli
eiginmannsins, fá að vera lítil og ósjálf-
stæð. Eða eiginmaðurinn, sem hvort
tveggja í senn vill vera, höfuð fjöl-
skyldunnar og fyrirhyggja, sá sem allir
virða og hlýða. Samtímis því getur