Heimili og skóli - 01.04.1962, Page 16

Heimili og skóli - 01.04.1962, Page 16
44 HEIMILI OG SKÓLI barnsins. Loks getur ólíkt umhverfi haft sitt að segja í þessu efni. En grundvallaratriði eru þó til. Málið okkar á orð um ýmiss konar tón — raddblæ. Það er til nöldurtónn, reiðitónn, háðstónn, önugur tónn, en einnig blíðutónn, mildur tónn o. s. frv. Að senda einhverjum tóninn þýddi í minni sveit að skamma hann. Hvaða tónn á þá að vera ríkjandi — grunntónn — í uppeldinu? Mér virðist þroskavænlegt uppeldi einkum hvíla á þrem meginstoðum: skynsemi, vilja og kærleika. Og ég hef tilhneig- ingu til að segja með orðum postul- ans: „Þeirra er kærleikurinn mestur“. Og í samræmi við það svara ég spurn- ingunni svo:. Grunntónn uppeldisins á að vera tónn kærleikans. Með því er ekki átt við það, að aldrei megi tala við börn öðruvísi en með gælurómi. Alvöruþungi verður oft að heyrast, örvunarhreimur er nauðsynlegur til hvatningar, van- þókknun má heyrast á raddblænum og oft er nauðsynlegt að hasta á börn. En þá er komið á tæpustu nöf, því að um leið og talað er höstuglega, ólga tilfinningar þess, sem það gerir. Hon- um hættir þá til að segja fleira en æski- legt er, jafnvel að láta skammir dynja og þá venjulega með vaxandi hraða og auknum áherzlum. Engu að síður mun það reynast óhjákvæmilegt að hasta á börn og það stundum all - snöggt, t. d. þegar þau eru að því kom- in að valda stórskemmdum eða slys- um. Með því er þeim kippt frá því, sem komið er að. En það, sem á eftir fer, má ekki vera ávítur sagðar í reiði- tón með vaxandi æsingi, lieldur róleg, alvarleg áminning. Ég vil taka eitt dæmi, ef það mætti verða til skýringar. Óli, þriggja ára, og Nonni, bróðir hans, sem er tæpra tveggja ára, eru úti að leika sér. Allt í einu heyrir mamma angistaróp. Hún lítur út og sér, hvar Óli neytir aflsmunar og þjarmar að litla bróður. Henni verður það auðvitað fyrst fyrir að kalla hátt og snöggt: „Óli, þetta máttu ekki.“ Það nægir til þess, að Óli sleppir tök- ur. En ekki er öllu lokið enn. Mömmu hefur runnið í skap. Hún er á leiðinni út og hefur skammadembuna til- búna. Þetta flýgur henni í hug: „Nokkrum sinnum er ég búin að biðja Óla að gera þetta ekki, og hann er nú orðinn svo stór, að hann á að skilja jrað. Nú er bezt að taka dug- lega í hann.“ En hún gerir það ekki, því að þessi mamrna er skynsöm kona, og nú hefur önnur hugsun komið fram hjá henni: „Veiztu, hvemig það er að vera þriggja ára drengur? Skil- urðu drenginn þinn fullkomlega?“ Og hún verður að svara hvorutveggja neitandi. Hún gengur til drengjanna alvarleg á svip en róleg, tekur Nonna litla í fangið og þaggar grátinn með hlýjum atlotum. Síðan snýr hún sér að Óla. Hann reynir ekki að hlaupa burtu, því að mamma er ekki „vond“, það sér hann á svipnum. En mamma er alvarleg, þegar hún tekur Óla og sezt með hann, og raddblærinn sam- einar alvöruþunga og mildi. „Óla þykir vænt um litla bróður. Er það ekki? Þá vill hann ekki meiða hann,

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.