Heimili og skóli - 01.04.1962, Síða 24
52
HEIMILI OG SKÓLI
Fuglasöngur í kennslustofunni
Á hverju vori koma farfuglarnir,
og söngur þeirra fyllir loftið. Jafnvel
í febrúar heyrast fyrstu vortónarnir,
og þá kemur einhver óróleiki yfir
kennara og nemendur inni í skólastof-
unum, og óljós löngun grípur alla að
ganga út og mæta vorinu.
En jafnvel smáleiðangur út í nátt-
úruna krefst undirbúnings, og þegar
um slíkar ferðir er að ræða, sem hafa
það að markmiði, að opna augu og
eyru nemendanna fyrir fegurðinni í
náttúrunni, sem felst í fuglasöng vors-
ins, og jafnframt kenna þeim ofurlít-
ið um það gildi, sem þessi söngur hef-
ur fyrir böm mannanna og fuglanna,
þá kemur þar margt til greina.
hann af hendi með viðurkenndri sam-
vizkusemi og myndarskap. Hann er
mikill áhugamaður um skóla- og upp-
eldismál og hlédrægur að veita trún-
aðarstörfum móttöku, en hefur þó,
vegna verðleika, ekki hjá þeim komizt.
Guðmundur er giftur Pálínu Þor-
steinsdóttur frá Stöð í Stöðvarfirði.
Þau eiga fimm efnileg börn, sem notið
hafa hins bezta uppeldis. Gestrisin eru
þau hjón með ágætum og því gott að
sækja þau heim.
Vinir Guðmundar og vandamenn
þakka honum góð kynni á þessum
tímamótum í ævi hans og vænta þess,
að hann mæðist ekki til muna á göng-
unni næstu áratugi.
Sk. Þ.
Margir kennarar hafa á liðnum ár-
um haft mikla ánægju af C. Weismans
plötum, en þær munu nú þegar vera
uppslitnar og mér er ekki kunnugt
um, að þær hafi komið í nýrri útgáfu.
Með bók dr. Bondesens: Fuglasöng-
urinn — heimur af músík — er ein
plata, sem er endurútgáfa af Weis-
mansplötu, en þar hefur fuglasöngur-
inn misst sinn ferska hljóm.
Útvarpið í Svíþjóð hefur sent frá
sér nokkrar plötur. Ég þekki þær ekki
allar, en ég hef heyrt, að þær séu mjög
misjafnar að gæðum. Þær beztu þeirra
eru í eigu danska útvarpsins og dálít-
ið notaðar.
Sænska skólaútvarpið hefur nú haf-
ið útsendingar á 10 E. P. plötum, og
eru sex fuglaraddir á hverri þeirra.
Þær eru nær eingöngu notaðar fyrir
kennsluútvarp. Inn á plöturnar er tal-
aður skýringartexti með hverri rödd,
og það má ekki á milli sjá hvor gerir
betur fuglinn eða maðurinn, sem tal-
ar. Skólarnir geta svo pantað þessar
plötur samkvæmt seðli, sem þeir fá í
hendur. Þarna er um fjölda fuglaradda
að ræða. Eins og vænta má, koma
þarna fram raddir, sem ekki eru dansk-
ar. En við getum þá sleppt þeim.
í Svíþjóð er nú að koma út bók,
sem heitir Fuglabókin syngjandi og er
sögð mjög góð. í henni eru alls 9 plöt-
ur og kostar hver kr. 15.40 (sænskar).
Á þessum plötum eru samtals 62 fugla-
ræddir, en að sjálfsögðu þekkjast þær
ekki allar í Danmörk.