Heimili og skóli - 01.04.1962, Síða 27
HEIMILI OG SKÓLI
55
móðan mása. En við gátum hvorki heyrt né
séð sovétprédikarann, sem annars var þarna
tíður gestur. Vonsvikin snerum við okkur að
dæmigerðum enskum „bobby“-leikara, sem
strauk efrivararskegg sitt og sagði: „Vitið
þið þá ekki, að kommúnistarnir loka á slag-
inu fimm? Dagskipun frá stéttarfélaginu."
Þegar ég var barn, hungraði mig eftir kær-
leika. Mér hafði sem sé verið gert það ljóst,
að aldrei myndi nokkur maður veita mér
athygli eða dást að mér. Mér var sagt, að ég
myndi aldrei öðlazt nokkra aðdáendur 1 líf-
mu í líkingu við það, sem aðrir í fjölskyldu
minni fengu að reyna. Ég var sem sé „ljóti
andarunginn".
Ég skammaðist mín af öllu hjarta fyrir
klæðaburð minn. Ég klæddist oftst kjólum,
sem gamla frænka mín hafði átt, höfðu sum-
ir þó verið saumaðir upp. Ég skammaðist mín
fyrir, að ég kunni ekki að dansa eða leika
mér á skautum eins og aðrir unglingar. Ég
skammaðist mín fyrir að sitja í sama sætinu
á öllum samkomum, því að mér var aldrei
boðið upp í dans. Ég gleymi því aldrei, hve
þakklát ég var unga manninum, sem bauð
mér upp í dans á einni jólasamkomu. Nafn
hans var Franklin D. Roosevelt.
Eleanor Roosevelt.
Allt fram á þennan dag hafa margir banda-
rískir eiginmenn talið konur sínar meðeig-
endur í verzlunarfyrirtækjum sínum, til að
nota sér til hins ýtrasta smugu, sem skatta-
löggjöfin hafði gleymt að byrgja. En skatta-
yfirvöldin fylgdust vel með því, hvort þetta
er svo í raun og veru eða yfirvarp eitt. Við
eitt slíkt tækifæri, þegar maður nokkur frá
skattyfirvöldunum var önnum kafinn við að
rannsaka verzlunarbækur hjá manni einum,
sem átti stórt fyrirtæki ásamt konu sinni; var
frúin þar mjög virk, svaraði í símann, tók á
móti viðskiptavinum og reyndi að láta líta
svo út sem hún væri þarna þaulkunnug og
allt í öllu. En nú kom dálítið óhapp fyrir,
sem varpaði skugga á alla þessa leiklist; I
miðju kafi kom hún til manns síns, sem stóð
hjá eftirlitsmanni skattayfirvaldanna önnum
kafinn, og sagði: „Æ, heyrðu, elskan mín,
geturðu ekki sagt mér hvar snyrtiherbergi
kvenna er?“
Þegar mestu snjóarnir voru í vetur, ákvað
sonur minn 13 ára gamall, að vinna sér inn
vasapeninga með þrí að bjóðast til að moka
snjó af tröppum og stéttum hjá fólki í ná-
grenninu. En vegna þess að stórir skaflar lágu
á okkar eigin stétt, stakk ég upp á því, að
hann byrjaði á þeim, áður en hann færi að
moka snjó fyrir ókunnugt fólk.
„Hvaz fæ ég fyrir það?“ spurði hann.
„Hvað er að heyra þetta?“ sagði ég. „Þetta
er þitt heimili og ég býst við því, að þú spyrjir
samvizku þína og sómatilfinningu að því,
hvað þú tekur fyrir það, eða hvort þú tekur
nokkuð fyrir það. Hlustaðu á samvizku þína.“
Tveimur tímum seinna kom hann inn aftur
og sagði: „Jæja, pabbi. Nú er ég búinn að
moka stéttina, og ég hef ákveðið að taka ekki
einn eyri fyrir það.“
Nú getur þú hlustað á þina samvizku.
Rússneskur flóttamaður hafði læðzt yfir
landamærin in í Vestur-Berlín, en hljóp nú
í fangið á lögreglunni. Á lögreglustöðinni var
farangur hans rannsakaður. Þar fann lögregl-
an flösku með einhverjum grunsamlegum
pillum.
„Þetta er við höfuðverk,“ sagði flóttamað-
urinn.
Skömmu síðar fundu þeir annað glas með
pillum.
„Þetta er meðal við astma," sagði sá rúss-
neski.
Loksins fann lögreglan leynihólf í ferða-
tösku ihans, og þar fiskuðu þeir upp stóra
mynd af Krutschef.
„Jæja,“ sögðu lögregluþjónarnir. „Hvað
er nú þetta?“
„Þetta megið þið ekki taka frá mér,“ sagði
flóttamaðurinn í bænarróm. „Þetta er meðal
mitt við heimþrá’'
Mark Twain var eitt sinn spurður að því,
hvernig hann héldi að fara myndi fyrir mönn-
unum á jörðinni, ef engar konur væru þar.
„Þeir myndu verða fáir, herra minn. Af-
skaplega fáir.“