Heimili og skóli - 01.08.1965, Qupperneq 15
Samvinna þessara tveggja stofnana eykur
líkurnar fyrir því, að börnunum líði vel,
njóti þeirra hæfileika, sem þau eru gædd,
þó er það svo, að foreldrafundi sækja helzt
þeir foreldrar, sem áhugasamastir eru um
velferð barna sinna, þeir koma síður, sem
þyrftu að hlusta á fræðandi erindi um
uppeldis- og skólamál. Starf kennara, og
þó einkum barnakennara, þarf að meta
meir, því að þeir leggja grundvöllin und-
ir nám barnsins. Starf barnakennaranna
er hið mikilvægasta og þarf að launa eftir
því, en krefjast aftur mikils af þeim. Barna-
kennarinn þarf að geta sinnt starfi sínu
af heilum hug og kjör hans þurfa að vera
svo góð, að hann þurfi ekki að vinna
aukalega að öðrum störfum. Þegar kjörin
verða sambærileg við kjör annarra stétta
og þegar þjóðin viðurkennir mikilvægi
kennarastarfsins, þá fyrst er að vænta fleiri
kennara fyrir sívaxandi nemendafjölda og
fleiri skóla.
Eitt af tímanna táknum er, hve mikið
virðist liggja á að gera börnin fullorðin.
En hér mun bezt að flýta sér hægt. Rétt
er það, að líkamlegur þroski barna kemur
fyrr en áður, en ekki helzt það í hendur,
að andlegi þroskinn komi jafnsnemma. Hér
á skólaskipunin nokkra sök, þ. e., að 12-13
ára börn flytjast úr barnaskóla í unglinga-
eða gagnfræðaskóla. Þó ekki sé nema þetta
— barnaskóli — gagnfræðaskóli, — hvílík-
ur munur. — Orðin nærri því fullorðin,
enda fara börnin þá að temja sér venjur
fullorðna fólksins. Hér gætu heimilin stutt
hvert annað. Mörg gera hvað þau geta til
að halda í og draga úr, en mörg heimili
stuðla aftur óbeint að því. Það er sjálf-
sagt, að börnin fái t. d. að taka þátt í
dansleikjum skólans, þegar þau eru kom-
in í framhaldsskóla.
Þetta veldur börnum líka miklum á-
hyggjum og gengur það út yfir námið,
en námið þyngist þá að mun. Margir for-
eldrar yrðu þakklátir ef skólarnir sjálfir
sæju að sér í þessu, settu eitthvert aldurs-
takmark að skóla- og danssamkomum. Það
þyrfti sannarlega að hefja áróður í þessu
efni og fá foreldra og almenningsálitið með
því, að ekkert liggi á að verða fullorðinn,
að það sé bezt að njóta æskunnar sem
lengst, áhyggjulausrar æsku, en eins og
vitað er, virðist æskufólk þjakað áhyggj-
um, líklega einmitt vegna þess, hve and-
legi þroskinn stendur þeim líkamlega að
baki. En tízkan og þeir, sem græða á
henni, sjá hve auðveld bráð táningarnir
eru, en nú er ekki í tízku að nefna þá ungl-
inga, en tízkan segið: þið eruð orðin nógu
gömul, njótið lífsins eins og fullorðna
fólkið.
— Hér að framan hefur eitt og annað
verið dregið fram, sönn sögubrot úr dag-
legu lífi, sem verða mættu til umhugs-
unar. Ekki hefur verið farið nákvæmlega
út í hin ýmsu atriði. Það á lesandinn sjálf-
ur ag glíma við. Miklu hefur þó verið
sleppt, svo sem of miklum kröfum for-
eldra til námsgetu barna sinna. Ekkert
rætt um óhóflegar bíóferðir, en þær ferð-
ir eru sjaldan menntandi. Sumir foreldrar
virðast einnig vilja vera lausir við börn
sín á frí- og helgidögum. Ekkert hefur
verið rætt um drykkjuskap foreldra, sem
þó mun fara í vöxt og er geigvænlegur hjá
sumum yngri foreldrum. Ekkert rætt um
atvinnu foreldranna, sem bæði vinna ef
til vill utan heimilisins. Faðirinn sér helzt
aldrei börn sín, nema þau sofi, ekki sízt ef
hann vinnur eftirvinnu eða aukavinnu,
kynnist barninu því ekkert, þekkir það
varla og gagnkvæmt, og barnið kynnist
ekki föður sínum.
Þá hefur ekkert verið rætt um stofn-
HEIMILI OG SKÓLI 59