Heimili og skóli - 01.08.1965, Síða 18
guðs, einnig sorgir og sjúkdómar, og hann
geri gott úr öllu og hafi með öllu einhvern
ákveðinn tilgang.
Árið 1958—1960 var Björgvin í orlofi
og voru þau hjón þá bæði með fjölskyldu
sína í Osló. Þar stunduðu þau bæði nám
af kappi og kynntu sér margt. Höfðu þau
þá bæði í huga skóla sinn, Barnaskóla Ak-
ureyrar, og hið kristilega starf og drengja-
og telpnahópana sína í K.F.U.M. og
K.F.U.K., og lásu meðal annars biblíuleg
fræði. Þau sóttu bæði tíma í uppeldis- og
sálarfræði við Oslóarháskóla.
Björgvin er ágætur kennari, áhugasam-
ur og stjórnsamur. Honum mun þó þykja
einna vænst um kristin fræði af öllum
námsgreinum. Eg hef alltaf talið þeim hekk
vel borgið, sem lent hefur hjá Björgvin,
hvort sem það hafa verið duglegir bekkir
eða seinfærir við nám.
Ég þakka Björgvin persónulega fyrir
langa og góða samvinnu, og árna honum
og fjölskyldu hans allrar blessunar á þess-
um tímamótum í ævi hans.
H. J. M.
— BÆKUR OG RIT —
Norsk rit um uppeldismál. — Undan-
farin ár hefur félagsmálaráðuneytið norska
gefið út flokk smárita um uppeldismál.
Hvert smárit, sem reyndar er um 50—100
blaðsíður, fjallar um eitthvert sérstakt
efni á sviði uppeldismálanna. Þessi rit eru
mjög alþýðleg og ættu því að koma að
gagni fyrir foreldra almennt. Ritin eru
þessi:
1. Hva kan vi vente af barn pá ulike
alderstrin, eftir Ase Gruda Skard. Hér er
það rakið til hvers við megum ætlast af
börnum okkar á fyrstu árum ævinnar.
2. Hvem skal taga sig af barnet? Hér er
vikið að þeim helztu stofnunum, sem fást
við uppeldi barna á fyrstu árum ævinnar,
og má þar til nefna barnagarða, dagheim-
ili, leikskóla o. fl. Þetta rit er tekið sam-
an af Eva Balke.
3. Disiplin i heimen efter Ase Gruda
Skard. Þetta rit fjallar, eins og nafnið
bendir til, um aga í heimilunum, og er
þama leitast við að draga nokkrar línur
fyrir markvisst uppeldi í heimilunum.
4. Det ang&r oss alle. Sálfræðileg skil-
greining á ungum afbrotamönnum, eftir
L. Bovet o. fl.
5. Barneheim — heim for barn, eftir
Cecilie og John Murphy. Hér er fjallað
um barnaheimili, þar sem börnin eru að
staðaldri og þarfir þeirra í ljósi sálfræð-
innar.
6. Barn með talevansker, eftir Sólveig
Pahle. Hér er rætt um börn með mismun-
andi málgalla, svo sem stam og aðra meiri
eða minni málhelti og gefnar ýmsar bend-
ingar um meðferð þeirra.
7. Adopsjon, eftir Cato Hambro. Þetta
rit fjallar um ættleiðingar eins og nafnið
bendir til og er girnileg til fróðleiks fyrir
þá, sem ættleiða börn.
8. Skolen i sigte, eftir Oddvar Vorme-
land og Lise Heber Ostlyng. Hér er fjall-
að um undirbúning forskólabarnsins und-
ir hin miklu tímamót í lífi þess, er það fer
að ganga í skóla, og foreldrum gefnar
ýmsar leiðbeiningar.
9. Tenáringer i dag, eftir Cato Hambro.
Hér er fjallað um hið hættulega gelgju-
skeið unglinganna og komið þar að mjög
mörgu, sem er athyglisvert fyrir foreldra
og aðra uppalendur.
10. Barn og leik, eftir Eva Balke og Ase
Gruda Skard. Hér er fjallað um leiki barn-
anna og leikþörf og uppeldisgildi leikja.
Þá eru gefnar ýmsar leiðbeiningar um
leikfangaval og margt fleira. Flest þessi
smárit eru prýdd teikningum til skýringar.
Hvert smárit kostar 5,70 norskar krónur
og má panta þau öll eða eitt i bókaverzlun
Johan Grundt Tanums, Karl Johans gate
41, Oslo.
62 HEIMILI OG SKÓLI