Heimili og skóli - 01.08.1965, Síða 24
deildanna, en í henni eru um það bil 60%
allra nemenda, fara þá þrjá daga vikunnar
út á vinnustaði og vinna þar undir hand-
leiðslu vinnuveitenda og í samráði við
kennara og starfsvalsleiðbeinendur. Kenn-
ararnir fylgjast með störfum nemendanna,
bæði með því að koma á vinnustaðina og
horfa á þá vinna og eins með því að tala
við vinnuveitendur. Mikið af starfi kenn-
aranna í þessum bekkjum verður því það,
að skipuleggja störf nemendanna, en ekki
að kenna þeim beinlínis.
I sambandi við val ævistarfs er hæfni-
prófum mikið beitt, en það er aðeins á færi
sérmenntaðra sálfræðinga að fara með
þau, enda eru hin ýmsu hæfniprófunar-
tæki svo dýr, að það yrði hverjum ein-
stökum skóla ofviða að kaupa þau, þótt
þeir hefðu mönnum á að skipa sem kynnu
að fara með þau.
Leiti unglingur aðstoðar vinnusálfræð-
ings í sambandi við val ævistarfs, veitir
sálfræðingurinn þá aðstoð meðal annars
í samráði við kennara, eru kennararnir
þá beðnir að svara nokkrum spurningum
viðvíkjandi ungmenni því, sem leiðbeina
skal og er alltaf tekið mikið tillit til álits
þeirra í því sambandi. við athugun á hæfni
unglinga.
Þörfin fyrir starfsfræðslu og starfsvals-
leiðbeiningar fer vaxandi með hverju ár.i,
eftir því, sem þéttbýlið eykst og fleiri alast
upp án þess að hafa neitt lífrænt samband
við atvinnulífið. Það liggur í augum uppi,
að afstaða borgarbarnsins, sem ekki sér
mikið annað en íbúð.ina, sem það býr í,
leikvöllinn, götuna og skólann, er önnur
og mun lakari en sveitabarnsins, sem sér
störf unnin frá því það hefur þroska til
að veita þeim athygli. Einnig í okkar þjóð-
félagi er þörfin á starfsfræðslu og starfs-
valsleiðbeiningum mjög brýn og getur
naumast liðið á löngu áður en íslending-
ar fylgja dæmi annarra menningarþjóða
og leysa þau mál þannig, að sem flestum
megi að gagni verða.
REIDSKÓLAR
Við setjum upp stór augu, þegar við
sjáum þessar og aðrar svipaðar fyrirsagnir
í blöðunum. Við gerum okkur áreiðanlega
ekki ljóst hve hratt við fjarlægjumst liðinn
tíma. Einhvern tíma hefði ekki þótt þörf á
slíkum skólum, til að kenna börnum að
sitja á hestbaki, þegar heita mátti að ís-
lenzk börn fæddust á baki þessa þarfa
þjóns. Og eitt af því, sem við erum að
tapa úr menningu okkar, eru einmitt hin
nánu kynni, sem bömin höfðu af hest-
unum, þótt við gamlir sveitamenn hrökkv-
um við, þegar við heyrum talað um reið-
skóla. En allt fyrir það, eiga þeir menn
eða stofnanir skilið þakkir, sem vinna að
því að þessi leyniþráður slitni ekki alveg,
því að milli manns og hests og hunds
hangir leyniþráður. Svipuðu máli gegnir
með hundana, þessar bráðvitru og trygg-
lyndu skepnur. En nú hefur þótt ástæða
til að banna hundahald í kaupstöðum, og
er það sjálfsagt gert í góðum tilgangi. En
þegar hundurinn og hesturinn hverfa úr
lífi barnanna, er mikið misst. Eg hef séð
fjölda barna úthella kærleika sínum yfir
þessi vitru dýr, og er það ekki dýrmætt,
að þessi göfuga tilfinning, kærleikurinn,
fái útrás? Hvar lendir hann annars. Verð-
ur hann kannski alltaf innibyrgður? Ein-
hverjar allra ljúfustu endurminningar
mínar frá bemskuárunum eru í sambandi
við hunda og hesta. Hvað eiga bömin að
fá í staðinn? Það er ekkert til, sem getur
komið í stað þessara vina. — Maður, hest-
ur og hundur, þetta er sá þríhyrningur,
sem við treystum mest á meðan lífið var
ekki orðið vélgengt.
H. J. M.
68 HEIMILI OG SKÓLI