Heimili og skóli - 01.08.1965, Side 27
Þetta er upphafið að ritlingi, sem
nefnist Börn og leihir, eftir Eva
Balke og Asa Gruda Skard, og er
10. smáritið um uppeldismál, sem
norska félagsmálaráðuneytið gefur
út. Þetta er 100 blaðsína bók með
myndum. —- Ritstj.
Börn
o§r
leikir
Barn að leik er samfélag í þróun.
Barn, sem elzt upp úti í sveit, getur all-
an liðlangan daginn velt sér í grasinu á
túninu, í skógarjaðrinum eða fengið sér
skemmtigöngur niður að sjónum. Sveita-
barn vantar aldrei verkefni við sitt hæfi.
Þegar það er ekki að leik, getur það
skemmt sér við að horfa á suðandi flug-
urnar allt í kring. Spýtur úr eldiviðar-
geymslunni geta verið barninu óþrjótandi
byggingarefni. Efni í leiki sína getur barn-
ið sótt í dagleg störf pabba og mömmu.
Stundum, þegar pabbi má vera að því,
neglir hann saman kubba, svo að úr verð-
ur vörubíll. Kannski smíðar hann líka lít-
inn bát. Mamma býr kannski til tusku-
brúðu eða amman notar upprakið band
í hár. Kannski barnið búi til smækkaða
mynd af heimilinu og hafi þá villt jarðar-
ber í miðdegismat. Stundum látast börnin
vera kaupmenn, setja upp búð úr tómum
sykurkassa, og þar verzla þau með alls
konar vörur, eins og kaffi og sykur. Þá
skipa ræktun jarðarinnar og dýrin þarna
veglegan sess. Leikurinn hefur alltaf ein-
hvern veruleika á bak við sig að meira eða
minna leyti. Til allrar hamingju má enn
finn börn, sem geta leikið sér þannig í
náttúrulegu umhverfi.
En stöðugt eykst þó fjöldi þeirra barna.
sem verða að búa við allt önnur og lakari
skilyrði. Alltaf flytjast fleiri og fleiri fjöl-
skyldur til bæja og borga, og áður en
þetta fólk veit af, er farið að byggja verk-
smiðjur rétt við heimili þeirra. Þá eru lagð-
ar þarna nýjar götur, komið fyrir nýjum
bílastæðum og nýjar og nýjar verzlanir
þjóta upp.
Þar sem áður var graslendi, skógar-
kjarr með litlum rennandi læk, þjóta nú
upp húsasamstæður, og nýjar og nýjar
fjölskyldur koma og setjast þarna að. Þess-
ar fjölskyldur, sem búa í góðum íbúðum,.
leitast nú við að afla sér þeirra lífsþæg-
inda, sem samfélagið hefur upp á að bjóða.
Síaukinn flutningur fólks utan úr sveit-
unum veldur því, að barnið elzt nú upp
með fleiri og fleiri félögum, jafnvel þótt
systkinahópurinn sé ekki stór. Þessi börn
hittast daglega, þegar þau koma út úr heim-
ilum sínum, en hafa að jafnaði ekki mikið
rými til leika. Nú hafa þau margfalt minni
möguleika á að leika sér en áður. Frið-
urinn umhverfis barnið er ekki lengur fyr-
ir hendi, eins og þegar þau léku sér á
túninu heima. Barnið, sem gengur út úr
einhverri „blokkinni“ og út á götuna, er
um leið komið inn í hringiðuna: Bílarn-
HEIMILI OG SKÓLI 71