Heimili og skóli - 01.08.1965, Page 29
Nú sækir það dægrastyttingar sínar í teikni-
myndabækur, útvarp og sjónvarp. Nú er
ekki hægt að fara neinar rannsóknarferð-
ir út um engi og skóg, að minnsta kosti
ekki af þeim börnum, sem eitthvað eru
komin á skólaaldurinn. Leiðin tii skólans
er nú orðin svo löng og alltaf er verið að
setja nýjar og nýjar hindran.ir, útiloka börn-
in frá náttúrunni. Hin mikla umferð um
göturnar er alltaf að þrýsta barninu inn
á þrengri og þrengri svæði. Það setur svip
sinn á útilíf þeirra. Börnin eru alltaf í
lífshættu, ef þau hreyfa sig eitthvað og
þetta setur svip sinn á líf þeirra og leiki,
og tekur frá þeim allt öryggi og náttúru-
fegurð. Þessi ytri skilyrði valda því að
foreldrarnir verða stöðugt að þrengja að
börnunum í leikjum. Tæknin hefur einnig
sett sín takmörk innan veggja heimilisins.
Þar verða foreldrarnir að láta dynja á
börnum „aðvaran,ir.“ „Varaðu þig á
þvottavélinni.“ „Nei, þú mátt ekki leika
þér með ryksuguna.“ „Æ, hér er svo lítið
pláss á eldhúsgólfinu, farðu heldur út,“
segir mamma. Og barnið fer út, það fer
með þríhjólið sitt út á malbikið. Hversu
stórt er athafna- og leiksvæði barnsins?
I kjallara og stigagöngum má barnið ekki
heldur leika sér. Hvaða möguleika hafa
þau til leikja? Hvernig verkar það á þau.
að verða stöðugt að hætta í miðjum leik,
eða lenda stöðugt í árekstrum við full-
orðna fólkið? Við vitum ekki neitt um
það, hvaða áhrif þetta hefur á þroskaskil-
yrði barnsins, en það er augljóst, að for-
eldrar og annað fulltíða fólk verður að
Barnið öðlast
rcynslu af því aS
handfjatla lcik-
föngin.
HEIMILI OG SKÓLI 73