Heimili og skóli - 01.08.1965, Side 32

Heimili og skóli - 01.08.1965, Side 32
að leik, ekki sízt ef fullorðið fólk verður með í leiknum. Leikir barna eru margþættir og hug- myndaríkir ef barnið fær að vera ótruflað og eitt út af fyrir sig. Hvert einstakt barn mótar þá leikina af sínum eigin persónu- leika og reynzlu. Það sýnir einnig með leikjum sínum, hve langt það er komið á þroskabrautinni. Þess vegna lærum við ekki sízt að þekkja barnið af leikjum þess. Leikir barna hafa lengi verið rannsókn- arefni barnasálfræðinga og hefur orðið grundvöllur barnasálfræðinnar. Vísindaleg- ar tilraunir með námsefni í barnaskólum hafa verið hafðar til hliðsjónar, þegar tilraunir hafa ver.ið gerðar með starfrænt uppeldi og nám. Foreldrum og samfélag- inu er þó ekki enn ljóst, hvaða ábyrgð hvíl- ir á þeim með tilliti til þess að barnið fái góð skilyrði til leikja sinna. Ef v.ið fullnægjum ekki leikþörf barn- anna, eða útilokum möguleika þeirra til leikja, liggur þetta eins og mara á barn- inu. Einn dagur, sem barnið fær ekki að leika sér, er glataður dagur. Þessu lýsti tíu ára drengur, sem hafði orðið að vera fleiri tíma í skólanum en venjulega. Hann talaði ekki um það, að hann hefði haft of mikið að gera, eða að það, sem hann gerði hefði verið leiðinlegt. En „ég hef ekkert fengið að leika mér í dag,“ sagði hann Börn þurfa: tíma til að leika sér, nægilega stórt svæði til leikja, leikföng eða eitthvert efni, leikfélaga, öryggi og ástúð, svo að það geti sökkt sér áhyggjulaust ofan í leik- inn. Þýtt. — H. J. M. EFTIR tuttugu ára dvöl meðal Indíánanna í Calgary-héraði lét ég af störfum í kan- adisku lögreglunni. Daginn áður en ég fór heimsótti mig gamall Indíánahöfðingi, sem ég oft hafði tekið fastan fyrir drykkju- skap. Höfðinginn færði mér að gjöf veg- legan hattborða með áletrun, það var eins konar skilnaðargjöf, og ég hef haft þenn- an borða á hattinum mínum alla tíð síð- an — eða þangað til ég hitti mann einn, sem gat sagt mér hvað þessi áletrun þýddi, en hún var á Indíánamáli, og hljóðaði svo á venjulegu máli: „Hér undir þessum hatti sjáið þið risavaxinn fábjána.“ * í BORGINNI SEATTLE í Bandaríkjunum er þess krafizt, að húsbændur kaupi fok- dýr leyfi, ef menn vilja hafa meira en þrjú húsdýr. Fyrir skömmu var hringt á skrif- stofuna, sem sér um slíkar leyfisveitingar af konu einni, sem skýrði frá því, að hún sjálf ætti tvo hunda og einn kött, en nú hefði hún í hyggju að gifta sig og tilvon- andi eiginmaður ætti tvo ketti og einn hund. „Okkur þykir báðum ákaflega vænt um skepnur og viljum ekki missa af þeim fyrir nokkurn mun,“ sagði hún. „En ef við giftum okkur, eigum við allt í einu sex húsdýr undir sama þaki. Er ekki hægt að leysa málið á þann hátt, að við eigum dýrin áfram, en þau verði skrifuð hvort hjá sínum eiganda svo að við missum ekki hundaleyfið?" „Mér þykir leitt, frú. Þetta er því miður ekki hægt,“ sagði embættismaðurinn. Það heyrðist andvarp í símanum. Svo sagði konan, áður en hún lagði heymar- tólið á: „Það vár leiðinlegt. Þetta hefði annars getað orðið svo gott hjónaband.“ 76 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.