Heimili og skóli - 01.08.1965, Page 37

Heimili og skóli - 01.08.1965, Page 37
hjúfraði sig að mér af ákafa, starði í augu mér eins og hún vildi segja: Ætlið þið að senda mig burt aftur? Við höfðum sagt henni, að hún ætti móður í Finnlandi, auk mömmu sinnar í Danmörku, og einhvern tíma mundi móðir hennar vilja sjá, hvað hún væri orðin stór, til að gleðjast yfir því. Við álitum, að þetta sætti hún sig við. Þegar Anneli var orðin níu ára, krafðist móðir hennar að fá hana heim. Frá mínu sjónarmiði á móðirin alltaf fullan rétt á barni sínu, það var aðeins neyðarráðstöf- un, að Anneli var send til okkar. En í þessu tilfelli höfðum við betri ástæður til að hafa barnið en foreldrarnir, sem voru mjög fátæk. Maðurinn minn hafði fasta vinnu, við áttum okkar eigið hús, og Ann- eli hafði lítið herbergi út af fyrir sig. Þetta skrifuðum við til foreldranna og báðum þau, ekki okkar vegna, heldur vegna barnsins, sem okkur þótti vænt um, að lofa henni að vera eitt ár í viðbót. En svarið var neitandi, og innst inni gat ég vel skilið móðurina. Svo fór Anneli í annað skipti frá okkur, og varð nú að sætta sig við að búa í einnar stofu íbúð með foreldrum sínum, eldri systur og litlum nýfæddum bróður. Anneli og systirin sváfu saman á bedda og for- eldrar þeirra sváfu á legubekk. Þetta gat nú allt gengið, því að húsnæðið er ekki aðalatriði, en báðir foreldrarnir drukku mikið með köflum, það voru afleiðingar frá styrjöldinni, sem hafði ofreynt taugar þeirra. Við vorum mjög leið, þegar við frétt- um þessar kringumstæður. En hvað gátum við gert, nema með því að gera þetta enn erfiðara fyrir Anneli? Hún þurfti að sætta sig við þetta, en okkur fannst að hún yrði þó að vita, að v.ið fylgdumst með henni af ást og áhuga. Þess vegna skrifaði ég mörg bréf og sendi henni ýmislegt. Árið eftir hafði ég ástæðu til að heim- sækja Finnland og kom einnig til þessa bæjar, sem Anneli bjó í. Ég varð mjög glöð að hitta foreldrana alls gáða og þau tóku okkur vel. Þau „lánuðu“ mér Anneli dag- lega meðan við vorum í bænum. Við átt- um saman dásamlegar stundir, en þrátt fyrir það sá ég, að þetta heimili var ekki heimili í þeirri merkingu sem við eigum að venjast hér í Danmörku. Ég gat lesið í augum Anneli þá erfiðleika, sem hún átti við að stríða. Annars vegar hlutleysi gagn- vart því heimili, sem átti að vera hennar heimili, hinsvegar þrá eftir hinni týndu paradís, sem hún hafði yfirgefið. En eins og hún veifaði þegar hún var lítil, þögul, án þess að tárast, var hún ekki með neinar ásakanir. Ég óttaðist það, — eins og áður. Svo liðu nokkur ár. Þegar Anneli varð fjórtán ára hafði hún lokið skólanámi sínu. Hún hafði þó ekki lært mikið, því að fyrst þurfti hún að læra finnskt mál. Við skr.if- uðum þá foreldrunum og buðumst til að kosta hana í framhaldsskóla hér. En því neituðu foreldrarnir. Anneli átti að vinna í verksmiðju, svo að hún gæti unnið fyrir kaupi handa heimilinu. Við héldum áfram að skrifa stúlkunni okkar, en alltaf varð lengra og lengra milli svarbréfanna og að síðustu heyrðum við ekkert frá henni. Við skildum hana og skildum hana þó ekki. Ef til vill rifu bréfin upp gömul sár. Einu hafði ég tekið eftir i síðustu bréf- um hennar. Hún kallaði okkur ekki lengur mömmu og pabba heldur Betty og Olaf- Anneli hefur með því viljað gera okkur ljóst, að nú hefði hún fundið sína réttu foreldra. Eða þannig skildist okkur að það væri. HEIMILI OG SKÓLI 81

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.