Heimili og skóli - 01.08.1965, Page 38
ÁFALLIÐ.
En allt í einu kom dag nokkurn bréf
með finnsku frímerki. Það var frá Anneli,
•og þar stóð í stuttu máli: „Mamma, ég er
ekki lengur heima. Eg er í fangelsi. Þú skalt
ekki skrifa mér, ef þú vilt það ekki sjálf,
«n ef þú vilt það, þá er utanáskrift til
mín ...“ og svo kom nafnið á fangelsinu.
Anneli okkar í finnsku fangelsi! Við
vorum sárhrygg og skildum það ekki. En
við skildum að barnið var í neyð, og þegar
hún sagði, að við skyldum ekki skrifa, ef
við vildum það ekki sjálf, þá var það nið-
urlægingin, sem stjórnaði pennanum.
Hvernig gat ég annað en skrifað? Ég bað
Anneli að segja mér, hvað hún hefði brotið
af sér og hvað hefði gerzt síðan hún skrif-
aði síðast. Og ég lauk bréfinu með því að
segja: Það er aldrei of seint að byrja aftur,
og þegar þú kemur aftur út, þaðan sem
þú ert nú, erum við reiðubúin að hjálpa
þér eftir mætti.
Anneli skrifaði í næsta bréfi úr fang-
■elsinu, að hún hefði lent á villigötum strax
árið eftir, að hún hætti í skólanum. Ástand-
ið á heimilinu var orðið óviðunandi og
faðir hennar sagði, að hún væri ekki of fín
til að „skemmta“ sér með þeim hinum.
Það voru ekki góðir félagar, sem hún
kynntist á þessum kvöldum. Frá áfenginu
lá leiðin til annarra eiturlyfja, því að ann-
ars hefði hún ekki getað komizt í vinnuna
daginn eftir. Anneli var eins og aðrir í
þessum hópi og innan heimilisins orðin
eiturlyfjaneytandi, og það leiddi til þjófn-
aðar frá læknum og lyfjabúðum. Hún varð
félagi í bófaflokki, sem stundaði eiturlyfja-
þjófnaði, og þegar komst upp um hann, þá
fékk hún þriggja ára fangelsisdóm.
Ég skrifaði henni aftur, að ég væri mjög
hrygg yf.ir þessu, en nú yrði hún að kapp-
kosta að hegða sér svo vel, að hægt væri
að fá refsinguna stytta. Og þann dag, sem
hún kæmi út úr fangelsinu, myndum við
reyna að fá hana til Danmerkur.
Við hjónin skrifuðum ýmsum stofnun-
um, og skýrðum frá hvað við álitum orsök
þess, að Anneli framdi þetta verk: það
áfall, sem hún hlaut í æsku við flutningana.
Hefði hún fengið að vera kyrr hjá okkur
í Danmörku, og feng.ið að læra einhverja
iðn, sem hún hneigðist að, þá hefði þetta
aldrei komið fyrir. Það vorum við örugg
um. Árangur af þessu varð sá, að fangelsis-
tími hennar var styttur um helming, með
því skilyrði, að við tækjum ábyrgð á henni,
og hún fengi leyfi til að fara til Danmerkur.
Anneli kom aftur til Danmerkur. Hún
var eins og svipur hjá sjón. Hún var grá
og guggin, þögul og mögur, og bæði finnsku
og dönsku yfirvöldin aðvöruðu okkur: Þið
skuluð ekki vænta mikils af henni. Við ótt-
umst, að þið ráðið ekki við þetta verkefni.
Munið hverju hún hefur lent í o. s. frv.
Sama sögðu ættingjar okkar. Hugsið um
börnin ykkar.
Ég skal játa, að fyrstu dagana vissi ég
ekki, hvað ég átti að gera. Hún var ekki
aðeins sljó, viðhorf hennar var einnig
óvinsamlegt. Það var eins og samband
okkar' hefði gersamlega slitnað. Fyrstu
v.ikuna létum við hana alveg sjálfráða
meðan hún var að komast yfir breytinguna.
Smám saman, þegar hún varð þess vör, að
við minntumst aldrei á dvölina í fangels-
inu -— það mundi hún eflaust segja okkur
síðar — þá jafnaði hún sig.
Ef til vill fékk hún mestu hjálpina við það,
að við fundum flækingskettling í garð.in-
um og gáfum henni hann. Ég sagði við
Anneli: Ef þú vilt annast hann, máttu eiga
hann alveg ein.
Að sjá þessa lífsreyndu stúlku næra hann
með túttuflösku — því að hann kunni ekki
82 HEIMILI OG SKÓLI