Heimili og skóli - 01.08.1965, Side 42
Vísindin hafa kveðið upp dauðadóm yfir
sígarettunum. En vísindin geta ekki fram-
kvæmt dauðadóminn. Það verðum við að
gera sjálf.
En tóbaksverksmiðjurnar vilja það ekki.
Auglýsingafyrirtækin vilja það ekki. Kaup-
maðurinn vill það ekki. Það lítur út fyrir
að þeir vilji heldur kveða upp dauðadóm
yfir reykjendunum, einnig börnunum. Þeir
grœða peninga á þessurn viðskiptum. En
mæðurnar, feðurnir og kennararnir -—
ekki græða þau peninga á þessari tóbaks-
verzlun. Það hefur sannast við rannsóknir
að tvöfalt fleiri börn reykingaforeldra byrja
sjálf að reykja en foreldra, sem ekki reykja.
Ég hef ekki í höndum neinar skýrslur um
hliðstæð áhrif þeirra kennara, sem reykja
á börnin. En liggur það ekki í augum uppi,
að þau muni vera svipuð.
En nú er kannski leyfilegt að spyrja,
hvort ábyrgð foreldra og kennara gagnvart
börnunum sé ekki enn þá meiri en hinna
aðilanna, sem hagnast af tóbaksframleiðslu
■og tóbakssölu. Hverju á t. d. kennari að
svara, þegar einhver nemandi spyr hann
eftir ýtarlega fræðslu um skaðsemi tóbaks:
„Já, en pabbi minn reykir þó, og mamma.“
Og hverju eiga föreldrarn.ir að svara, eftir
að hafa varað barnið við sígarettunum, ef
barnið segir: „Já, en kennarinn reykir og
kennslukonan líka. Ekki hafa þau dáið,
þótt þau séu orðin svona gömul. Að minnsta
kosti 25 ára.“
Nei, til allrar hamingju. I amerískum
skólum er þetta vandamál tekið mjög al-
varlega. Fyrir skömmu hefur kennarasam-
handið og skólastjórasambandið ásamt tíu
öðrum samtökum, sem hafa skólamál og
heilsurækt á stefnuskrá sinni, kosið sér
sérstakt ráð til að vinna á móti tóbakinu
og áhrifum þess af öllum mætti um gjörvöll
Bandaríkin.
Og ef það kemur í Ijós við rannsókn, að
reykingar barna í Noregi eru jafnvel ennþá
meiri en í Bandaríkjunum, er þá ekki
ástæða til að ráðast gegn þessum óvini af
engu minna alefli en til dæmis gegn um-
ferðaslysunum, hvort sem um er að ræða
eina milljón einstaklinga, eða „aðeins“
fimmtíu, sem láta lífið vegna sígarettu-
reykinga?
P. R. P.
„Heim og skole“.
Þýtt. H. J. M.
Blik — Arsrit Vestmannaeyja. Útgefandi
Þorsteinn Víglundsson. — Þetta er 25. ár-
gangur af þessu myndarlega riti, sem að
vanda er mjög fjölbreytt. Ritið hefst á
Hugleiðingu eftir séra Jóhann Hlíðar. Þá
kemur löng grein um séra Jón Þorsteins-
son, sem var prestur að Kirkjubæ í Vest-
mannaeyjum, en var veginn af Tyrkjum
fyrir 300 árum. Þorsteinn Víglundsson
skrifar greinina. Þá er grein sem nefnist
Uppdráttarveizlur. Næst er Leiklistarsaga
Vestmannaeyja — 2. kafli eftir Arna Ama-
son. Einar Sigurfinnssön ritar greinina
Vérum árvökur, gætum okkar sjálfra og
þjóðarinnar. Reynir Guðsteinsson skrifar
grein um AðventistasöfnuSinn í Vest-
manna 40 ára. Þá skrifar Þorsteinn Víg-
lundsson minningargrein um Áma Árna-
son, símritara. Sigfús M. Jónsson, fyrrver-
andi bæjarfógeti, skrifar um Mormónana
í Vestmannaeyjum. Þorsteinn Víglundsson
ritar greinina För til Noregs fyrir 44 ár-
um og Um Lýðháskólann í oVss. Þá er
skýrsla gagnfræðaskólans og margar
fleiri greinar. Ritið er prýtt fjölda mynda
og prentað á ágætan pappír. Þarna geym-
ast ómetanlegar heimildir um Vestmanna-
eyjar fyrr og nú.
H. J. M.
86 HEIMILI OG SKÓLI