Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1959, Qupperneq 3

Læknaneminn - 01.12.1959, Qupperneq 3
LÆKNANEMINN Ctg. Fél. Læknanema Háskóla Islands. Reykjavík, desember 1959 3. tbl., 12. árg. Örfá orð um launamál lœknanema. Vorið 1958 var breytt reglugerð læknadeildar Háskóla íslands, m.a. öll tímatakmörk þrengd og strang- ari ákvæði sett um próf. Þótti sýnt að hinar nýju reglur mundu m. a. hafa í för með sér, að vinnu- möguleikar læknanema yrðu nær engir eftir fyrstahlutapróf. Þegar litið var á þá staðreynd, að lán úr Lánasjóði stúdenta hrökkva aðeins fyrir broti af framfærslu- kostnaði einhleypings, að ekki sé minnst á hina mörgu barnakarla deildarinnar, þótti útlitið all í- skyggilegt fyrir hina efnaminni stúdenta og þykir reyndar enn. Eitthvað varð að gera. Vegna þessa beitti Bogi Mel- sted, stud med., sér fyrir því í stúdentaráði, að ráðið og Félag læknanema skipuðu nefnd lækna- nema, og skyldi hún rannsaka möguleika á stofmm sérstaks lánasjóðs fyrir iæknanema. Nefnd- inni var ætlað að skila áliti fyrir haust 1958, en starfi hennar lauk ekki fyrr en á liðnu sumri, því að það varð miklu yfirgripsmeira og erfiðara en gert hafði verið ráð fyrir í fyrstu. Nefndin gekk milli Heródesa og Pílatusa heilbrigðis- og mennta- mála og athugaði ýmsar fjáröfl- unarleiðir, sem ekki munu ræddar nánar hér. Flestar reyndust þær illfærar, en gangan varð ekki til einskis. Nú er árangurinn kominn í ljós. Fengizt hefur sérstök fjárveiting til lænanema, 100 þús. krónur. Skal þeirri upphæð skipt milli stúdenta í miðhluta og síðasta- hluta eftir sérstökum reglum. Að öðru jöfnu er gert ráð fyrir því, að síðastahlutastúdent fái helm- ingi hærra lán af þessu fé en mið- hlutamaður og væri máski þörf á að endurathuga það atriði. Ekki þarf að sækja sérstaklega um þessi lán, heldur er ætlazt til, að ósk- að sé eftir þeim á umsókn um lán úr Lánasjóði stúdenta. Hin sér- staka fjárveiting til læknanema skerðir á engan hátt þau lán, sem þeir fá úr Lánasjóði stúdenta. Fé af fjárveitingunni verður aðeins veitt við haustúthlutun. Læknanemar fagna þessari úr- bót. Fjáröflunarnefndin og menntamálaráðherra, sem reynd- ist ákaflega velviljaður í málinu, eiga þakkir skilið. En — málinu er ekki lokið. Merkum áfanga hefur verið náð, en aðeins áfanga. Við verðum að halda á í þessu máli og halda vöku okkar. Fullt réttlæti til handa hin- um efnaminni stúdentum næst því aðeins, að fjárhagsaðstoð hins opinbera í formi lána, styrkja eða hvors tveggja, eða kjarabætur læknanema, nægi stúdentinum til lífsframfæris árið um kring. Að þessu hljótum við að stefna. K. B.

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.