Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1959, Qupperneq 4

Læknaneminn - 01.12.1959, Qupperneq 4
LÆKNANEMINN Qunnar (Bienng lœknir: ERYTHROBLASTOSIS FOETALIS (ErincLi flutt á fundi í Félagi Lœknanema þ. 16. 2., 1959). Erythroblastosis foetalis er sjúkdómur, sem hlýtur að vera jafngamall mannkyninu, því hann er nátengdur blóðflokkunum. Lýs- ingar á þessum sjúkdómi má finna í ritum Platers allt frá því herr- ans ári 1641. Orth lýsti Kernic- terus árið 1875. Ballantyne varð fyrstur til að lýsa Hydrops foe- talis árið 1892 og Rautmann gaf fyrstur manna sjúkdómnum nafn- ið Erythroblastosis foetalis 1912. 1932 sýndi Diamond, Blackfan og Baty fram á það að Hydrops foetalis, Icterus gravis og Haemo- lytisk Anaemia í nýfæddum börn- um voru allt tilbrigði af sama sjúkdómnum. Verulegur skriður komst þó ekki á þessi mál fyrr en á árim- um 1939—1940, þegar Levine, Stetson, Landsteiner og Wiener uppgötvuðu Rh. blóðflokkana og samband þeirra við Erythroblas- tosis foetalis. Þó það hafi komið í ljós á síð- ari árum, að fjöldi annarra blóð- flokka koma hér til greina, þá er það langalgengast að Erythro- blastosis orsakist af því að rauðu blóðkorn barnsins innihálda Rh- faktor, sem móðurina vantar, þ. e. a. s. barnið eða öllu heldur fóstr- ið er Rh positivt, en móðirin Rh negativ. Komist fósturblóðkornin í gegnum placenta inn í blóðrás móðurinnar, hvetja þau blóð móð- urinnar til að framleiða mótefni, svokölluð antibodies gegn Rh- faktornum. Fari þessi mótefni í gegnum placenta inn í blóðrás fóstursins, festast þau á blóðkorn- in og eyðileggja þau. Venjulega framleiðir fóstrið ný bióðkorn jafnóðum, í stað þeirra sem eyði- leggjast, en fyrir kemur að blóð- myndunarkerfið hefir ekki við eyðileggingunni, barnið verður blóðlítið og getur jafnvel dáið af þeim sökum í fósturlífi. Þegar rauð blóðkorn brotna niður og barnið verður blóðlítið myndast jafnframt bilirubin og barnið verður fljótlega gult eftir fæðingu. Þegar hinn svokallaði Rh-fak- tor var uppgötvaður virtist sam- band hans við Erythroblastis vera einfalt. Við frekari rannsóknir kom hins vegar í ljós, að málið var flóknara en áhorfðist í fyrstu og verður stöðugt flóknara eftir því sem kunnátta okkar á þessu sviði eykst. Rh-faktorinn reynd- ist ekki vera einn blóðflokkur, heldur heill hópur blóðflokka. Hingað til hafa verið uppgötvaðir a. m. k.18 blóðflokkar innan Rh kerfisins. Meðal þessara 18 flokka eru þeir 6, sem mestu máli skipta og þeir mynda aftur 3 pör. Þessir blóðflokkar eru C (Rh’), D (Rh°), E. (Rh”) og c (hr’), d (hr°), e (hr”). I mannsblóði finnast ávallt einhverjir 3 þessarra 6 blóðflokka og þá í mismunandi samböndum. Sem dæmi má nefna: C d e, c D e, C d e, c d e, o. s. frv.

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.