Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1959, Side 13

Læknaneminn - 01.12.1959, Side 13
LÆKNANEMINN 13 upp um hæðir, eftir metorðum og starfsaldri, og enda þá á efstu hæðinni, sem prófessorar, ef vel gengur. Á hverri deild er lækna- starfslið sem hér segir: Tveir consultants, A and B, sem leggja inn sjúklingana. Eru siúklingarn- ir skrifaðir á þeirra nöfn, og hver beirra hirðir aðeins um sína sjúkl inga. Næstir þeim eru svo oftast tveir registrars, specialistar, sem eru að bíða eftir að verða con- sultants, þá koma tveir kandidat- ar, senior og junior, og vinna þeir svo til allan sólarhringinn og fá lítið kaup, ca. 400—450 £ á ári, að frádregnum ca. 150 £ í fæði og húsnæði. Loks eru svo nokkrir stúdentar, dressers eða clerks. Yfirleitt er medicinin alltaf tal- in æðri kirurgiunni og læknir á medicinsku deildunum taldir klassa ofar en læknar á kirurgisku deildunum. Eru betta líklega ein- hverjar gamlar leifar frá dögum bartskeranna. Sem dæmi um betta má nefna, að læknar á medicinsku deildunum eru alltaf ávarpaðir Dr. fdoctor), en læknar á kirurgisku deildunum, hversu háttsettir sem þeir eru, ávarnaðir Mr. (mister). Hvað um félagslíf? Það er allfjölbreytt. Um jól ár hvert semja stúdent- ar, sem starfa á hverri deild spít- alans, gamanþætti og allskyns grín, sem beir svna sjúklingunum þeim til skemmtunar. Eftir jólin er skemmtilegustu köflum þess- ara leikþátta safnað saman og öllu skellt saman í eina revýu, sem Icallast Pot-Pourri, og er hún sýnd í leikhúsi nálægt spítalanum. Snýst efni revýunnar að sjálf- sögðu mikið um spítalann, og er gert óspart gys að mörgu, þar á meðal prófessorunum. Er þetta að sjálfsögðu mjög vinsælt. Á hverju ári fer fram bikar- keppni í rugby milli allra lækna- skóla borgarinnar. Er það mikill atburður, sem er getið í blöðum borgarinnar. Allt starfslið spítal- anna, prófessorar jafnt sem aðrir, kemur til að hvetja sitt lið. Er barizt af mikilli hörku. Ýmsar ceremoniur eru þessu samfara. Hvert lið hefur sinn verndargrip, og hefur St. Bart’s t. d. dýr eitt mikið (nefnt Percy), sem er það stórt og þungt, að flytja verður það á vörubíl til leikanna. Reyna andstæðingarnir að nema á brott verndargripina hver frá öðrum, og hafa því þeir nemendur, sem ekki taka þátt í rugby-leiknum, nóg að gera að gæta verndargrips- ins. Verða oft hörkuslagsmál út af þessu, og er þá eins gott að vera ekki í sparifötunum, því að oft sturta andstæðingarnir hveiti og þaðan af verri efnum hver yfir annan. Annars eiga útlendingar erfitt með að skilja svona siðvenju. Eru það Bandaríkjamenn. sem helzt skilja þetta, enda ríkja svipaðar venjur við þeirra skóla. En svo ég snúi mér að öðrum og andlegri málum. bá gefa lækn- ar og stúdentar við St. Bart’s út sameiginlegt blað: þar sem skrif- að er um málefni spítalans, auk læknisfræðilegs efnis, sem kemur bæði frá læknum og stúdentum. Skrifa stúdentarnir gjarna um einhver merkileg case. sem þeir hafa haft til meðferðar eða fylgzt með í kúrsusum sínum. Annars er blaðið oft hið skemmti- legasta, enda .... Er hér er komið. bremsum vér sögumann vorn af í skvndi. enda er oss ekkert gefið um óhagstæðan samanburð. Flýtum vér oss bví að kveðja hinn ágæta knlleva vorn og þakka honum fróðleikinn. hb.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.