Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1959, Síða 15

Læknaneminn - 01.12.1959, Síða 15
LÆKNANEMINN 15 blóma. Ekki væri þó rétt að segja, að ekki hefði af og til verið fyrir hendi hjá ráðamönnum vilji til þess að bæta úr enda þótt minna hafi orðið úr framkvæmdum. Á s.l. vetri var sett á laggirnar skák- nefnd og sýndi það út af fyrir sig, að ráðamenn töldu það jákvætt fyrir félagslíf stúdenta, að skák- iðkun yrði þar tekin upp. Starf nefndarinnar bar þann árangur að haldin voru nokkur mót (hefðu þó mátt vera fleiri) og var þátt- taka góð og öllum til ánægju, hvern hlut sem þeir svo báru frá TDorði. Þetta sýndi það, sem raun- ar vitað var, að í hópi stúdenta eru fjölmargir, sem hafa gaman af manntafli. Hitt sýndi það einn- ig, að flestir eru lítt bóklærðir, tefla eftir sínu hyggjuviti og njóta leiksins. Þetta er mjög gott. Þann- ig hlýtur f jöldinn að verða og fyr- ir hann er skákin fyrst og fremst skemmtan. Einstaklingarnir leita svo lengra allt eftir aðstæðum og er ekkert við því að segja. En þá verða gerðar meiri kröfur og skákin verður ekki leikurinn einn. Læknanemar hljóta að lenda í fyrri hópnum. Því valda þeirra aðstæður. Þeir þurfa ekkert að fyrirverða sig þótt illa gengi á s. 1. vetri. Stríðsgæfan getur snúizt á annan veg. Aðalatriðið er að vera með og tefla sér til tilbreyt- ingar og ánægju. Hitt er svo auð- vitað ánægjulegt að eiga afburða skákmenn. Þeir verða kallaðir sem fulltrúar okkar, þegar á sterkari vettvang kemur og þurfa þá að fórna meiru en rétt tómstundun- um. Svo læt ég útrætt um þetta rúmsins vegna, en í næstu þátt- um mun ég ræða um Heimsmeist- aramót stúdenta í skák og Frið- rikssjóð, en hann er stofnaður að tilhlutan stúdenta og er starfi hans lokið á þessu ári. Það er stú- dentum til sóma að styrkja Frið- rik og er nú brýn nauðsyn í sam- ráði við hann að ræða um, hvem- ig við getum styrkt hann í fram- tíðinni og hummum það ekki fram af okkur. Og svo koma skákin og þraut- irnar. Eg birti skák, sem ég sá fyrir nokkrum árum. Nöfnum tefl- enda hef ég gleymt en þeir eru ekki þekktir í skákheiminum. Skákin er hins vegar skemmtileg og enda þótt einhverjir séu, sem kannast við hana eru þeir vafa- laust fleiri, sem sjá hana nú í fyrsta sinn. 1. d2—d4 f7—f5 2. Rgl—f3 Rg8—f6 3. Rbl—c3 e7—e6 4. Bcl—g5 Bf8—e7 5. Bg5xf6 Be7xf6 6. e2—e4 f5xe4 7. Rc3xe4 o—o 8. Bfl—d3 b7—b6. Byrjunin er hollensk vörn að vísu nokkuð frábrugðin því sem nú er bezt talið og svartur velur nú rólegt framhald og hvítur legg- ur til kóngssóknar, sem ber góðan árangur. 9. Rf3—e5 Bc8—b7 10. Ddl—h5 Dd8—e7 Svartur uggir ekki að sér. Hvít- ur hótaði Rxf6 og síðan Dxh7 + en við þessu telur svartur sig hafa Framhald á bls. 18.

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.