Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1959, Page 16

Læknaneminn - 01.12.1959, Page 16
16 LÆKNANEMINN IIM MEMORIAM HANNES GUÐMUNDSSON, læknir f Fæddur 22. febr. 1900. Dáinn 27. maí 1959. Kveðja frá nemanda. Það var eitt kvöld í maí, að mér barst sú dapurlega frétt, að einn úr hópi kennara minna væri dá- inn og starfi hans hér á meðal vor væri lokið. Hannes Guðmundsson var látinn. Aðeins rúmum tveim mánuðum áður hafði ég setið í hópi nem- enda hans og notið fræðslu þessa kurteisa og prúða manns. Hannes heitinn var fæddur á Akureyri þ. 22. febrúar árið 1900. Að honum stóðu sterkir stofn- ar. Móðir hans var Karólína Is- leifsdóttir, prests á Stað í Stein- grímsfirði Einarssonar, en faðir hans var Guðmundur Hannesson, hinn þjóðkunni læknir og kennari. Hannes tók stúdentspróf 1919 og kandidatspróf í læknisfræði 1925. Næstu þrjú ár var hann við nám í Danmörku og Þýzkalandi, og var viðurkenndur sérfræðing- ur í húð- og kynsjúkdómum 1928. Hann var starfsmaður mikill, enda hlóðust fljótt á hann störf, og það var mikið dagsverk, sem hann átti að baki, er hann var kvaddur héðan. Hann var deildarlæknir við VI. deild Landspítalans frá 1930, og þegar Heilsuverndarstöðin í Reykjavík tók til starfa, varð hann yfirlæknir á húð- og kynsjúk- dómadeild hennar. Einnig sá hann um ókeypis læknishjálp í kynsjúk- dómum frá því sú starfsemi hófst. í stjórn Læknafélags Reykja- víkur var hann 1932—-1936 og í stjórna Læknafélags íslands er hann lézt. Þá er það ótalið, sem að okkur læknanemum snvr, en bað er kennsla hans við læknadeildina. Hann mun hafa byrjað kennslu í sérgrein sinni 1945 og hélt því starfi til dauðadags. Hannes var afburðakennari eins og hann átti kyn til. Kennsla hans var Ijós og lifandi, og auðfundið var, að hann lagði við hana mikla alúð og undir- bjó hvern tíma vel. Ég hygg. að vandfundinn muni sá nemandi hans, sem ekki beri til hans hlvian hug o" bakklæti. enda hlaut hann að ávinna sér virðingu allra sakir nrúðmennsku sinnar og annarra mannkosta. Hannes var kvæntur Valgerði Björnsdóttur frá Grund í Svarf- aðardal. Lifir hún mann sinn. Hannes Guðmundsson átti hví Framhald á hls. 21.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.