Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1959, Blaðsíða 17

Læknaneminn - 01.12.1959, Blaðsíða 17
LÆKN ANEMINN 17 Dr. med. BJÖRN SIGURÐSSON IN MEMORIAM Björn Sigurðsson dr. raed. for- stöðumaður Tilraunastöðvar Há- skólans í meinafræði að Keldum lézt 16. október síðastliðinn. Björn var aðeins 46 ára gamall, fæddur 3. marz 1913. Hann lauk prófi í læknisfræði frá Háskóla íslands vorið 1937 eftir 5 ára nám. Næsta ár var hann kandídat á sjúkrahúsi Hvítabandsins og starfaði jafnframt á Rannsóknar- stofu Háskólans. Síðan var hann á þriðja ár við nám og vísinda- störf í Danmörku. Fyrstu tvö ár- in við Carlsbergfondets biologiske Institut, þar sem hann naut styrks úr Generalkonsul E. Carlsen og Hustrus Mindelegat og frá Lands- foreningen til Kræftens Bekæmp- else, og síðan á Statens Serum- institut. Þegar heim kom, starfaði hann aftur nokkra mánuði á Rannsóknarstofu Háskólans, en fékk styrk úr Rockefellersjóði og var tvö ár við veirurannsóknir í Bandaríkjunum við „The Rocke- feller Institute for Medical Re- search“ í Princeton. Þegar heim kom, hvarf hann aftur að starfi við Rannsóknar- stofu Háskólans og vann þar næstu tvö árin, en 1. janúar 1946, aðeins 32 ára gamall, var hann skipaður forstöðumaður hinnar nýstofnuðu Tilraunastöðvar á Keldum. Björn varð doktor frá Hafnar- háskóla í marz 1955. Var doktors- vörnin byggð á ritgerðum, er birzt höfðu í vísindaritum á árunum 1945—1952, og fjölluðu um ,,Im- munological studies on Paratuber- culosis,“ en paratuberculosis er garnaveiki í jórturdýrum, einkum sauðfé og nautgripum, og orsak- ast af sýruföstum stöfum, — mycobacterium paratuberculosis. Fann Björn antigen, sem nú er not- að í komplementspróf við grein- ingu á garnaveiki og bjó til bólu- efni gegn sjúkdómnum. Undanfarin ár beindist athygli Björns mjög að sérstökum flokki sjúkdóma, sem hann nefndi „ann- arlega hæggenga smitsjúkdóma“. Koma þar undir visna, þurramæði, votamæði og riða, en það eru allt sjúkdómar, sem unnið er við á Keldum. Einnig skipaði hann í þennan flokk júgurkrabbameini í músum, Rous-sarkmeini í hænsn- um, músaleucaemiu og nýrna- krabba í froskum. Þetta eru allt hæggengir, banvænir veiru- sjúkdómar, og mun Björn hafa ætlað, að ýmsir mannasjúkdóm- ar, sem orsökin er enn óþekkt að, ættu eftir að skipa þenn- an flokk. Setti Björn þessar kenningar sínar fram í vísinda- Framhald á hls. gl.

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.