Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Blaðsíða 19

Læknaneminn - 01.07.1967, Blaðsíða 19
LÆKNANEMINN 19 b 1. mynd. A: Nakinn margflötungui' (adenoveira) B: Margflötungur með hjúp (herpes- veira) C: Gormlaga hjúpveira (inflúenzuveira) a: Nucleocapsid b: Hjúpur (envelope) bólusóttarveirur, eru flóknari bæði að efnasamsetningu og byggingu. Þótt veiruagnir hinna mismun- andi veirutegunda séu þannig mjög frábrugðnar hver annarri að gerð, er þeim það sameiginlegt, að þær hafa enga sjálfstæða lífs- starfsemi, þegar þær eru utan lif- andi hýsilfrumu. Veiruagnirnar sem slíkar eru inert, eða óvirkar. SamsJcipti veira og hýsilfrumna. Ef veiruögn snertir yfirborð næmrar frumu, festist hún við það. Ekki er vitað í öllum tilvik- um, hvaða kraftar eru hér að verki. Sumar veirur, svo sem inflúenzuveirur, virðast þó bind- ast yfirborði hýsilfrumnanna á sérhæfan hátt, svipað og enzym binzt súbstrati. Þegar veiran hefur festst á yfir- borði frumunnar, gerist það næst, að hún fer gegnum frumuhýðið inn í frymið. Þegar um er að ræða dýraveirur og dýrafrumur gerist þetta sennilega alltaf á þann hátt, að fruman gleypir veiruna í sig líkt og við fagócýtósu. Veiran berst inn í frumuna í örlítilli vökvablöðru, sem smám saman tæmist, þannig að veiran fer út í frymið. Jafnframt leysist veiran í sundur, þannig að kjarnasýruþráð- urinn kemst í beina snertingu við sameindir frymisins. Óvíst er, hvað verður um eggjahvítuhylkið eða veiruhjúpinn, en hlutverk þeirra er það eitt að koma kjarna- sýrunni óskaddaðri inn í frymi eða kjarna næmrar frumu. Kjarnasýruþráðurinn hefur að geyma gen eða erfðavísa veirunn- ar. Fyrir áhrif þeirra byrja nú ýmiss konar lífefnafræðilegar breytingar í fryminu eða frumu- kjarnanum eða í hvorutveggju. Þessar breytingar eru enn sem komið er lítt þekktar í smáatrið- um, og eru vafalaust talsvert mismunandi eftir því um hvaða veirutegund er að ræða og þá einkum eftir því, hvort kjarna- sýran er RNA eða DNA. I mörg- um tilvikum virðast fyrst mynd- ast enzym eða hvatar, sem eru sérkennandi fyrir veiruna, en frá- brugðnir hvötum frumunnar. Hvatar þessir stuðla nú að því, að efnakerfi frumunnar byrjar að framleiða veirukjarnasýru og nokkru síðar veirueggjahvítuefni. Getur geysimikið magn af kjarna- sýruþráðum og eggjahvítusam- eindum veirunnar orðið til í frymi eða kjarna hýsilfrumunnar á stuttum tíma, oftast á fáeinum klukkustundum. Til þessarar framleiðslu notar veiran efnivið hýsilfrumunnar, svo sem amínó- sýrur, og einnig fær hún alla þá orku, sem til þarf, úr orkuríkum fosfatsamböndum frumunnar. Ennfremur notast veirukjarnasýr- an við ríbósóm frumunnar, en það eru örsmáar agnir í fryminu, sem annast eggjahvítuframleiðslu. Þegar nokkurt magn hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.