Læknaneminn - 01.07.1967, Blaðsíða 35
LÆKNANEMINN
35
Guðrún Agnarsdóttir stud. med.
Helgi Þ. Valdimarsson cand. med.:
LUNDÚNÁLEIÐANGUR
Það var skömmu fyrir páska
1967, að greinarhöfundar lögðu
leið sína til Lundúna. Megintil-
gangur fararinnar var að kynnast
læknisfræði og kennsluháttmn þar
í landi. Þá var kalt í Reykjavík
og snjóföl á jörðu, en við flugum
beint í vor stórborgarinnar með
sætan ilm gróðurs í lofti. 1 vinjum
borgarinnar, skemmtigörðunum,
skörtuðu prúðar páskaliljur, græn-
gresi á bölum og brum á trjám.
Það var dálítið undarlegt að
fljúga svona beint inn í vorið í
stað þess að finna það vakna og
lifna dag frá degi.
1 Lundúnaborg búa um 11
milljón manns, og er borgin ein
hin stærsta í heimi að flatarmáli.
Eru því vegalengdir til vinnustaða
oft ærið langar. Heyrðum við
marga harma það, hve mikill tími
færi til ónýtis í slíkar ferðir, eink-
um ef þeir ækju sínum eigin bíl.
1 neðanjarðarlestum og strætis-
vögnum nýtir fólk þó gjarnan
tímann til lestrar. Flestir lesa
dagblöð, sem jafnan eru svo stór
í sniðum, að vonlaust virðist að
blaða þeim í svo naumu rými. Allt
virðist þó ganga átakalaust með
nokkrum kurteislegum ,,sorry“ á
báða bóga. Fólkið sýnist þjálfað í
því að lifa í þrengslum, og rekist
maður á einhvern vegfaranda snýr
hann sér óðar við og biðst afsök-
unar. Annars virtust okkur dag-
blöð vera ein mesta nauðþurftar-
vara einstaklingsins utan tesop-
ans. Gat vart að líta svo auman
og óhreinan flækingskarl, að hann
ætti sér ekki dagblað, ef ekki til
lestrar, þá sem kodda eða sólhlíf.
Fyrstu dagana notuðum við til
atvinnuleitar. Hún var árangurs-
lítil lengi vel . Vorrnn við sem veg-
laus í gini brezka ljónsins, flækt-
umst á milli skrifstofa, þar sem
starfsmenn voru kurteislega fá-
fróðir um heildargang þeirra mála,
sem fengu að hluta afgreiðslu hjá
þeim. Er auðvelt að festast á færi-
bandi milli skrifstofanna og
borga þar sömu upphæð oftar en
einu sinni. Skrifstofuveldið er
hið mesta völundarhús, reist
á gömlum merg. Er þar fleira
gamalt en mergurinn, og rennur
starfið í farvegi reglna, sem
ógerningur eða helgispjöll er að
hnika. Að lokum fengum við þó
vinnu við gott kennslusjúkrahús í
hjarta Lundúna. Var það annars
vegar fyrir skort á starfskrafti til
afleysingar um stuttan tíma og
hins vegar vegna forvitni og vel-
vilja prófessors Norman Morris,
sem þar er yfirlæknir á fæðing-
ar og kvensjúkdómadeildum. Helgi
vann þar kandidatsvinnu, en Guð-
rún vann sem læknanemi og naut
kennslu. Vorum við þarna um
mánaðartíma.
Charing Cross sjúkrahús heitir
það o g stendur steinsnar frá
Trafalgartorgi, þar sem Nelson
trónir einfættur, eineygður og
einmanalegur í frægð sinni á há-