Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Blaðsíða 53

Læknaneminn - 01.07.1967, Blaðsíða 53
LÆKNANEMINN 53 loka þau yfirborði húðarinnar og minnka þannig vökvatap í gegn- um húðina og koma með því í veg fyrir að hún þorni um of. Algengt er að blanda ýmiss konar efnum út í smyrsli, t.d. phenoli, mentoli, kamfóru, tjöru og salicylsýru. Phenol verkar á taugaenda í húð- inni og orsakar analgesiu, menthol dregur úr kláða með því að verka á kulda-receptora í húðinni, en kuldatilfinning virðist draga úr kláðatilfinningu. Salicylsýra í ákveðinni koncentration eyðir hornlaginu og getur þannig hjálp- að til þess að önnur efni komast betur inn í húðina. Tjara aftur á móti örvar eðlilega hornmyndun húðarinnar. Sé húðin of þurr fylg- ir því oft kláðatilfinning, en of- þurrkur í húð er mjög algengur bæði hjá bömum og gamalmenn- um. Ber meira á þessu á veturna, þegar kappkynt er inni í húsum og rakastigið fer niður úr öllu valdi. Hefur gamalt fólk sérstak- lega, oft mikil óþægindi af þessu, en í mörgum tilfellum er auðvelt að bæta úr þessu með einföldum góðum mýkjandi áburði, eins og t.d. ungv. aquosum, og er þá yfir- leitt skrifað upp á nokkur hundruð grömm í einu. Það getur forðað gömlu fólki frá svæsnu eczema, að þess sé gætt, að húðin þorni ekki um of, en ofþurrkur í húðinni virðist gera hana miklu næmari fyrir allskonar útbrotum. Mikilvægasta lyfið við útvortis meðferð húðsjúkdóma síðari árin er að sjálfsögðu hydrocortison. Steroidar hafa að því er virðist specifisk áhrif í þá átt að eyða kláðatilfinningu og draga úr óeðli- legri hornmyndun og þykknun í húðinni, sem oft er samfara þrá- látum kláða. Ef um infection er að ræða í útbrotunum, þá þykir ráð- legt að nota steroidasmyrsli, sem einnig innihalda antibiotica, en ekki ætti að nota þau nema ein- hver einkenni infectionar sjáist, þar sem alltaf er möguleiki á sensitization. Af þeim sökum er svo til alveg hætt að nota penicillin og súlfa útvortis, en fremur notuð lyf sem lítið eða ekki eru notuð per os eins og t.d. neomycin og baci- tracin og polymyxin. Þessi lyf verka bæði á grampósitivar og negativar bakteriur og valda sára- sjaldan ofnæmi. Mjög gott antibio- tica til útvortis notkunar, þótt það sé einnig mikið notað per os, er terramycin og kemur varla fvrir að terramycinsmyrsli valdi ofnæmi og gildir raunar sama um önnur tetracyclin afbrigði. Urmull steroida smyrsla er á markaðnum og bætast stöðugt ný við, bæði með og án antibiotica. Gildir hér eins og um aðra lyfja- meðferð að betra er að þekkja vel tiltölulega fá lyf og vita hvernig þau verka og halda sér að þeim, heldur en hringla með f jölda mis- munandi lyfja og breyta stöðugt til. Um tíma var óttast að mikil út- vortis notkun á hydrocortisoni gæti leitt til verulegrar absorptionar gegnum húðina og haft þannig systemisk áhrif. Þessi ótti hefur reynzt ástæðulaus, þar sem aðeins örlítill hluti lyfsins absorberast gegnum normal húð, en sé húðin skemmd af útbrotum og þannig grundvöllur fyrir miklu meiri absorption þá hefur reynslan orðið sú, að lyfin bæta ástand húðarinn- ar nægilega mikið og nægilega fljótt til þess að absorption segir mjög lítið til sín. Triamcinolene acetonide og fluorometholone henta mjög vel til útvortis nota, þau verka bæði lokalt sem mjög sterk antiinflam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.