Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Blaðsíða 10

Læknaneminn - 01.07.1967, Blaðsíða 10
10 LÆKNANEMINN þegar hinum hefir verið sómi sýndur, en það er sú grein, sem hefir valið sér manninn heilan og óskiptan að viðfangsefni og hér verður nefnd almennar lækningar. Raunar virðist það í fljótu bragði nánast vera contradictio in adiecto að tala um almennar lækningar sem hugs- anlega sérgrein. Ef betur er að gáð, er þó öðru nær. Sérhæfingu má líkja við útbúnað smásjárinnar til stækkunar. Því rneiri stækkun, sem beitt er, þeim mun dýpra má rýna í einstök at- riði þess, sem skoðað er, en að því skapi þrengist sjónsviðið. Sjálfsagt þykir að byrja rækilega smásjárskoðun með minni háttar stækkun til þess að yfirsýn fáist og þar með vísbendingar, hvert skuli beint hinni meiri háttar stækkun. I raun réttri eru bæði stækkunarkerfin ámóta nauðsynleg. Hvorugt kemur að fullu gagni án hins. Vissulega krefjast öll læknisstörf sérhæfingar. Þar er fremur um stigsmun en eðlismun að ræða að réttu lagi. Þeim læknum, sem eru í framvarðalínu, ef svo mætti að orði kveða, þ.e.a.s. hinum almennu læknum, mætti líkja við hina minni háttar stækkun smásjárinnar. Verksvið þeirra er mjög rúmt og raunar ekki nákvæmlega skilgreint; öllu fremur miðað við, hvað nauðsyn býður, einkum í strjálbýli þar sem sérhæfðir læknar eru síður tiltækir. Á hinn bóginn getur sam- band þeirra við sjúklinga orðið allnáið, sérstaklega þar sem þeir eru heimilislæknar. Þeim gefst mikilsverð yfirsýn með því að þeir kynn- ast sjúklingum sínum persónulega í því umhverfi, sem þeir lifa í, og skynja félagsleg vandamál þeirra og viðbrögð. Gagnvart þeim bak- grunni verða orsakir ýmissa vanheilinda og tíðra kvartana oft miklu auðsærri en ella. Því má ekki gleyma, að sjúklingur, sem leitar sér læknishjálpar, er ekki einungis — og máske ekki fyrst og fremst — líffræðilegt viðfangsefni viðlíka og bifreið, sem þarfnast viðgerðar, er mekaniskt viðfangsefni. Hann er að vísu kerfi líffæra, sem eru meira og minna flókin að gerð og verkunum, en hann er jafnframt gæddur vitund og vilja; hann hefir sál, þótt hér sé ekki endilega lögð meta- fýsisk merking í það hugtak. Þetta tvennt: líkami og sál, psyke og soma, er svo samtvinnað, svo háð hvort öðru, að óhjákvæmilegt er að hafa þá einingu í huga, þegar sjúklingi er veitt læknishjálp. Þessi staðreynd er sérlega mikilvæg nú, þegar fólki fækkar í strjálbýli, en fjölgar í þéttbýli, þegar fjölskyldur tvístrast og tengsl milli vina og venzlamanna verða losaraleg. Fer þá svo fyrir mörgum manninum, að hann verður tiltölulega einangraður og einmana. Beri einhvern vanda að höndum, verður lítið um athvarf, fáir til að veita uppörvun eða leggja holl ráð, engir ,,skriftastólar“ til að létta á sinni og sam- vizku. Hið andlega álag þrúgar sífellt meira, unz það fær útrás með einhverjum hætti, og líkamleg kvelli fara að gera vart við sig. Þegar það verður loks fangaráðið að leita læknis, ríður á miklu, að hann komi til móts við sjúklinginn af skilningi og kunnugleika. Ekki verður hjá því komizt að gera miklar kröfur til almennra lækna, ef þeir eiga að vera vaxnir þeim margvíslega vanda, sem þeim getur borið að höndum. Þeir verða að sjálfsögðu að hafa til að bera trausta undirstöðuþekkingu á starfsgrein sinni og hentuga þjálfun til verka við misjafnar aðstæður. En þeir þurfa helzt að hafa jafn- framt góða almenna menntun, víðan sjóndeildarhring, glögga dóm-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.