Læknaneminn - 01.07.1967, Blaðsíða 60
60
LÆKNANEMINN
Heimsókn lan Frasers til Islands
Ian Fraser, forseti I.F.M.S.A., dvaldi hér á landi dagana 9. til 13.
marz s.l., í boði Félags læknanema. Fraser er fyrsti forseti I.F.M.S.A.,
sem kemur til Islands, en hann hefur gert sér far um að heimsækja
sem flest aðildarlönd samtakanna. Tilgangur þessara ferðalaga er að
ræða persónulega við læknanema í sem flestum löndum, vekja áhuga
á málefnum samtakanna og kynna hina fjölþættu starfsemi þeirra.
Fraser átti hér samræður við fjölmarga læknanema, tók þátt í árs-
hátíð félagsins og flutti á félagsfundi ítarlegt erindi um starfsemi
Alþjóðasamtaka læknanema. Óhætt er að fullyrða að heimsókn Frasers
til íslands hafi verið mjög gagnleg og þeir læknanemar, sem ræddu
við hann, eru mun fróðari um starfsemi samtakanna. Læknanemar vita
yfirleitt harla lítið um I.F.M.S.A., en þessi heimsókn bætti þar þó
nokkuð úr.
Eftirtaldir aðilar veittu aðstoð við móttöku forseta Alþjóðasam-
taka læknastúdenta, Ian Frasers, er hann var gestur félagsins á árs-
hátíð þess í marz s.l.:
Læknafélag íslands,
Læknafélag Reykjavíkur,
G. Ólafsson h.f.,
Hermes h.f.,
Stefán Thorarensen h.f.
Stjóm Félags læknanema færir þessum aðilum þakkir fyrir ágæt-
an stuðning og vinsemd í garð félagsins.
Ian Fraser og frú, ásamt þremur stjórnarmeðlimum F. L.