Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Blaðsíða 14

Læknaneminn - 01.07.1967, Blaðsíða 14
u LÆKNANEMINN megináherzla verið lögð á markvísa leit að orsakasamhengi með því að spyrja sjúklinginn — „Listen to the patient, he is telling you the diagnosis". Rannsóknir hafa svo verið næsta spor. Nú liggur við borð, að þessu sé snúið við, ekki sízt á sjúkrahúsum, þar sem sjúklingar verða að fara gegnum „svipugöng" margvíslegra fastarannsókna. Að sjálfsögðu hafa niðurstöður slíkra rannsókna sína þýðingu, hvort sem þær eru fyrirsjáanlegar eða óvæntar, jákvæðar eða neikvæðar við til- teknum spumingum. En úr þeim þarf að vinna sem bezt, en þá er ekki úr vegi að hugsa sér, að næsta spor sé að leita véfréttar hjá tölvu. Svo gæti farið, að sjúklingurinn kæmi persónulega lítið við sögu. En er þá ekki einhvers misst? Er ekki hætt við, að slíkt yrði fullmikið í ætt við bifreiðaviðgerðir ? Bersýnilega skiptir miklu, hvernig verð- andi læknar eru búnir undir að nálgast verkefni sín, ekki aðeins, hvaða námsefni þeir skila, heldur engu síður, hve hæfir þeir eru til sjálf- stæðra starfa og hve víður sjóndeildarhringur þeirra er. Tilgangur vísindalegrar menntunar er ekki aðeins söfnun fróðleiks um reynslu annarra, heldur einnig og ekki síður þjálfun á hæfni til að notfæra sér eigin reynslu, þjálfun í „methodik" bæði í hugsun og verki; ekki að hlaða á minnið um stundarsakir, heldur að ástunda „hagsýni hugsunarinnar". Vísindaleg methodik er fyrst og fremst fólg- in í því að spyrja skipulega; spyrja sjálfan sig, spyrja tækin, spyrja sjúklinginn, ef læknir á í hlut. Leiðsögutilgátur og kenningar eru í raun réttri áfangar á ferli skipulegra spurninga. Leiðin til að fá svör við spurningunum er hin skipulega athugun, hvort sem fyrirbæri eru at- huguð beint, eða tilraunir gerðar til að kalla þau fram við tiltekin skilyrði. Vísindi hafa löngum verið kennd við nákvæmni. Þá nákvæmni má þó ekki misskilja, því að þau leyfa sér aldrei meiri nákvæmni, en efni standa til. Þessvegna kemur tölfræðin mjög við sögu við hlut- lægt mat á athugunum og niðurstöðum. Á það sérstaklega við um hópathuganir, sem læknisfræðin hefir lagt mikið upp úr í seinni tíð. Aukin kynni lækna af tölfræði eru efalaust vel til þess fallin að inn- ræta þeim „the habit of forming opinions on the evidence and of holding them with that degree of certainty which the evidence warrants," eins og Bertrand Russell hefir orðað það. Nú mætti reyndar segja, að almennt læknanám eigi að miðast við undirbúning undir almenn læknisstörf, en ekki sérhæfð vísindastörf. Þar til má svara, að hér er ekki fyrst og fremst um það að ræða, hver störfin verði, heldur hvernig þau skuli unnin. I sjálfu sér er það ekki starfið, sem gerir neinn að vísindamanni, en fyrir þá, sem eru skyggnir á verkefni og vita, hvernig þeir eiga að snúast við þeim, er af nógu að taka, einnig á vettvangi almennra lækninga. Mörg þýð- ingarmikil rannsóknarverkefni eru þess eðlis, að þau verða miklu fremur fyrir almennum læknum en rannsóknarstofnunum, og fáir hafa betri aðstöðu til ýmissa epidemiologiskra rannsókna, en læknar í strjálbýli. Að nauðsyn þess, að brúa bilið milli rannsóknarmanna og almennra lækna, hefi ég áður vikið. I daglegum læknisstörfum, mati á athugunum og niðurstöðum, er árangurinn fyrst og fremst undir því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.