Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Blaðsíða 38

Læknaneminn - 01.07.1967, Blaðsíða 38
38 LÆKNANEMINN og margskoðaðir, og er ríkt eftir því gengið, að öll líffærakerfi séu könnuð og grindarholsskoðun rækilega lýst. Konurnar koma inn kl. 10,00 að morgni, og á slaginu kl. 16,00 birtast læknar þeir, sem ætla að skera daginn eftir. Er nú farinn nákvæmur stofugangur og endanlega ákveðið, hvort og hvernig á að skera. Kandidat á þá að hafa á reiðum höndum allt það helzta, er varðar hvern sjúkling, og hafa bráðabirgða aðgerðarskrá tilbúna. Algengt er, að 10—12 konur komi inn í senn, og getur þetta því verið býsna erfitt, enda sífelldar tafir frá skipulegri vinnu af alls kyns kvabbi úr öllum átt- um, og liggur þá stundum nærri, að hátalarakerfi sjúkrahússins æri óstöðugan. Prófessor Morris viðurkenndi, að vinna kandidats á kvensjúk- dómadeildinni væri mjög erfið, og má nefna það sem ágætt dæmi um brezka háttvísi, að hann bauð íslenzka nýgræðingnum að gera tillögu um breytta starfstilhögun á deildinni til þess að vinna kandidatsins yrði viðráðanlegri. I skurðstofunni er unnið látlaust allan daginn og fram undir kvöld- mat, þegar mest lætur. Kandidat er jafnan fyrsti aðstoðarmaður, en einfaldar aðgerðir fær hann að gera sjálfur undir eftirliti. Auk þess skrifar hann allar aðgerðar- lýsingar að hverri aðgerð lokinni. Vinnur hann það sjálfstætt. Eft- irmeðferð skurðsjúklinga hvílir að miklu leyti á kandidat, en vit- anlega er ætlast til, að bakvakt sé ætíð kvödd til ráða, þegar einhver meiri háttar vandamál koma upp. Fæðingardeildin er hreint hvíldarheimili fyrir kandidat miðað við kvensjúkdómadeild. Þar er öll reglubundin (routine) vinna í höndum ljósmæðra, en þœr eru hjúkrunarkonur með fœðing- arfrœði að sérgrein. Var ánægju- legt að sjá, hvernig þær unnu. Þær störfuðu eins og hjúkrunar- konur, og viðhorf þeirra mótað- ist af víðsýni og ekki sízt af raun- hæfu mati á eigin takmörkunum. Aðalstarf kandidats er að fylgj- ast með vinnu læknanema og kenna þeim, en einnig er hann ávallt kallaður á vettvang, þegar eitthvað óvenjulegt ber að hönd- um. Fær hann þá að leggja flest- ar tengur og taka á móti börnum í afbrigðilegum stöðum. Fyrst er þetta gert undir nákvæmu eftir- liti reyndari lækna, en síðan meira og minna sjálfstætt, eftir því sem reynsla og kunnátta eykst. Kandidat vinnur á ferlivistar- deild einn til tvo daga í viku, og er það góður skóli. Einu sinni í viku er haldinn fundur hjá yfirlækni. Þar mætast læknar, yfirhjúkrunarkonur og læknanemar deildanna beggja, og eru tekin fyrir vandamál eða um- talsverð efni af deildunum. Eftir fundinn er jafnan boðið upp á sherry og bjór og léttara hjal tekið upp. Á einum slíkum síðdeg- isfundi ræddi prófessorinn við læknanema um námsskipan og breytingar á kennslu. Hvatti hann þá til þess að gagnrýna kennslu- fyrirkomulag og koma með tillög- ur til úrbóta, sem þeir og gerðu. Starfsskilyrði hjúkrunarfólks, lækna og læknanema eru mjög erfið. Er þar mörgum ætlað að vinna störf sín í litlu rými. Vakti það furðu okkar, hve vel menn sættu sig við sinn hlut og afköst- uðu miklu við svo erfiðar aðstæð- ur. Þrátt fyrir þrengslin ríkir þarna rótgróinn og sjálfsagður rannsóknar- og kennsluandi, sem er mjög uppörvandi. Það var nokkuð áberandi á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.