Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Blaðsíða 5

Læknaneminn - 01.07.1967, Blaðsíða 5
Þorvaldur Veigar Guðmundsson, læknir: Parathyroid Hormón og Thyrocalcitonin Bein eru í stöðugri endurnýjun eins og aðrir vefir líkamans. Nið- urbrot og uppbygging þeirra er í jafnvægi í heilbrigðum og full- vöxnum líkama. Beinin eru byggð upp af tiltölulega fáum frumum en miklu af millifrumuefni. Millifrumuefnið er myndað úr collagenfibrillum, sem tengdar eru saman með mucopolysaccarid. Basiskir calciumfosfatkrystallar sitja á eða í collagenfibrillunum. Þessir krystallar eru um það bil tveir þriðju hlutar þurrefnis bein- anna. Ýmsir aðrir jónar, svo sem. Na+, K+, Mg++, Cl-, F- og OH eru einnig í beinkrystöllunum. í beinunum eru um það bil 99% af calcuim og 70% af fosfór líkamans. Það er því aug- Ijóst að calcium og fosfórefna- skiptin annarsvegar og niðurbrot og uppbygging beina hinsvegar, eru nánast tvær hliðar á sama hlut. Nú eru þekkt tvö hormón,. parathyroid hormón (PTH) og thyrocalcitonin (TCT), sem halda beinunum, calcium- og fosfór- magni blóðs og annarra líkams- vökva í jafnvægi. Parathyroid hormón Parathyroid hormón er poly- peptid með mólekúlþunga um það bil 8500. Það er líklega ein amino- sýrukeðja. Þó að brotnir séu hlut- ar af mólekúlinu, hefir það samt nokkur biologisk áhrif. Á undanförnum árum hefir þekking á verkun parathyroid hormónsins aukizt mikið. Megin- orsök þess er, að 1959 tókst að vinna hormónið hreint úr para- thyoroid kirtlum nautgripa. Nú hefir aðferðin við hreinsunina verið fullkomnuð og einfölduð, svo að tiltölulega auðvelt er að vinna næstum hreint parathyroid hormón á hvaða rannsóknarstofu sem er. Það, að auðvelt er að fá hreint hormón, hefir gert kleift, að fullkomna radioimmunoassay, * * Radioimmunoassay er mjög næm aðferð til að mæla hormón í blóði. Hún var upphaflega notuð til að mæla insu- lin, en nú er hægt að nota hana tii að mæla flest proteinhormón. Aðalatriðin í aðferðinni eru: 1. Framleiða mótefni gegn hormóninu. 2. Binda geislavirkt joð á hreint hormón (H—I131). 3. Incubera a) Mótefnið. b) Geislavirkt hormón og sýnið. með óþekktu magni af hormóni. Mót- efnið bindur hormónið. Magnið af H—I131 sem bindzt á mótefni stendur í öfugu hlutfalli við magn hormónsins í sýninu. Eftir incubationina er bundið hormón (B) og óbundið hormón (F) skilin að með eleetrophoresis. Geislavirknin f hverjum hluta er mæld og hlutfallið B/F fundið. Út frá því hlutfalli og öðr- um B/F hlutföllum, þar sem notað var þekkt magn af hormóninu (standard- kúrfa) er hægt að reikna hormónmagn- ið í sýninu. Með þessari aðferð er hægt að mæla minna en eitt microgram af hormóni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.