Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Page 5

Læknaneminn - 01.07.1967, Page 5
Þorvaldur Veigar Guðmundsson, læknir: Parathyroid Hormón og Thyrocalcitonin Bein eru í stöðugri endurnýjun eins og aðrir vefir líkamans. Nið- urbrot og uppbygging þeirra er í jafnvægi í heilbrigðum og full- vöxnum líkama. Beinin eru byggð upp af tiltölulega fáum frumum en miklu af millifrumuefni. Millifrumuefnið er myndað úr collagenfibrillum, sem tengdar eru saman með mucopolysaccarid. Basiskir calciumfosfatkrystallar sitja á eða í collagenfibrillunum. Þessir krystallar eru um það bil tveir þriðju hlutar þurrefnis bein- anna. Ýmsir aðrir jónar, svo sem. Na+, K+, Mg++, Cl-, F- og OH eru einnig í beinkrystöllunum. í beinunum eru um það bil 99% af calcuim og 70% af fosfór líkamans. Það er því aug- Ijóst að calcium og fosfórefna- skiptin annarsvegar og niðurbrot og uppbygging beina hinsvegar, eru nánast tvær hliðar á sama hlut. Nú eru þekkt tvö hormón,. parathyroid hormón (PTH) og thyrocalcitonin (TCT), sem halda beinunum, calcium- og fosfór- magni blóðs og annarra líkams- vökva í jafnvægi. Parathyroid hormón Parathyroid hormón er poly- peptid með mólekúlþunga um það bil 8500. Það er líklega ein amino- sýrukeðja. Þó að brotnir séu hlut- ar af mólekúlinu, hefir það samt nokkur biologisk áhrif. Á undanförnum árum hefir þekking á verkun parathyroid hormónsins aukizt mikið. Megin- orsök þess er, að 1959 tókst að vinna hormónið hreint úr para- thyoroid kirtlum nautgripa. Nú hefir aðferðin við hreinsunina verið fullkomnuð og einfölduð, svo að tiltölulega auðvelt er að vinna næstum hreint parathyroid hormón á hvaða rannsóknarstofu sem er. Það, að auðvelt er að fá hreint hormón, hefir gert kleift, að fullkomna radioimmunoassay, * * Radioimmunoassay er mjög næm aðferð til að mæla hormón í blóði. Hún var upphaflega notuð til að mæla insu- lin, en nú er hægt að nota hana tii að mæla flest proteinhormón. Aðalatriðin í aðferðinni eru: 1. Framleiða mótefni gegn hormóninu. 2. Binda geislavirkt joð á hreint hormón (H—I131). 3. Incubera a) Mótefnið. b) Geislavirkt hormón og sýnið. með óþekktu magni af hormóni. Mót- efnið bindur hormónið. Magnið af H—I131 sem bindzt á mótefni stendur í öfugu hlutfalli við magn hormónsins í sýninu. Eftir incubationina er bundið hormón (B) og óbundið hormón (F) skilin að með eleetrophoresis. Geislavirknin f hverjum hluta er mæld og hlutfallið B/F fundið. Út frá því hlutfalli og öðr- um B/F hlutföllum, þar sem notað var þekkt magn af hormóninu (standard- kúrfa) er hægt að reikna hormónmagn- ið í sýninu. Með þessari aðferð er hægt að mæla minna en eitt microgram af hormóni.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.