Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Page 6

Læknaneminn - 01.12.1968, Page 6
6 LÆKNANEMINN hræðilega vopni, atómsprengjunni, á þéttbýlar borgir heimsins með jöfnu millibili í framtíðinni. Þetta eru að sjálfsögðu hræðilegar öfg- ar, sem enginn heilbrigður maður vildi beita til takmörkunar fólks- f jölda. Hinn möguleikinn, og raun- ar sá eini, er að kenna þjóðum heims notkun getnaðarvarna, þannig að hægt sé að hafa hemil á fólksfjölgun í framtíðinni". Eldri tegundir frjóvgunarvama. Notkun kemiskra efna til frjóvg- unarvarna er æfagömul. Meðal annars er getið um slík efni í egypzkum ritum frá 1550 f.Kr.- burð. I efnum, sem þar er minnzt á, er m. a. mjólkursýra, sem er notuð í ýmsum samsetningum enn þann dag 1 dag. 1 meira en 3 þús. ára gömlum indverskum rit- um og ennfremur í gömlum ritum Gyðinga er minnzt á kemisk efni, sem geti komið í veg fyrir frjógv- un. Grískir kvensjúkdómalæknar hafa samkv. gömlum heimildum veitt athygh og lýst mismunandi frjósemi kvenna eftir því, hvenær í tíðahring þær hefðu samfarir. Þeir höfðu þó rangt fyrir sér í einu, er þeir héldu því fram, að konan væri ófrjósöm nokkra daga í miðj- um tíðahring. Ýmis ráð, sem felast í því að setja hluti eins og klæði, svamp eða annað upp í leggöng konunn- ar, hafa verið þekkt mn aldaraðir. Getnaðarvarnir, eins og ýmsar tegundir af hettum og verjum eiga sér ekki lengri sögu en til loka síð- ustu aldar. Það er fyrst, þegar ,,vulkanisering“ á gúmmíi er fund- in upp, að farið er að framleiða slíkar getnaðarvamir. Flest þau kemisku efni, sem notuð eru í dag (að undantekinni mjólkursýrunni), eiga sér álíka langa sögu. Mat á gildi frjóvgunarvarna. Á undanfömum ámm hefur það tíðkazt við mat á gildi frjóvgunar- vama að miða við líkingu, sem kennd er við Pearl, en endurskoð- uð af Stix-Notestein, en hún tekur fram meðgöngutíðni pr. 100 ,,ex- positionsár“. Pearls-jafnan er þannig: G X 1200 K = ------------ M K er meðgöngutíðnin, G er saman- lagður f jöldi meðgöngutilfella, tal- an 1200 er mánaðarfjöldinn í 100 ár og M er fjöldi mánaða, sem ,,expositionsáhætta“ er til staðar. Líking þessi er notuð til þess að reikna f jölda þeirra meðgangna, sem koma fyrir á 100 „expositions- árum“ (risk-years). Er þá bæði tekið tillit til þeirra tímabila, sem frjóvgunarvarnir hafa verið not- aðar, og tímabila án þeirra. Með því að bera síðan saman fjölda meðgangna innan þessara 2ja hópa, þ.e. með eða án notkunar frjóvgunarvarna, kemur í ljós, hve áhrifarík viðkomandi frjóvgunar- vöm er. Samkvæmt niðurstöðum af rannsóknum Stix-Notestein, er meðgöngutíðnin 80 pr. 100 ,,ex- positionsár“, ef engin varnarráð em notuð. Ef ákveðin frjóvgunar- vöm er notuð og við athugun kem- ur í ljós, að meðgöngutíðnin eftir Pearls-líkingunni verður 4, þýðir það, að komið hefur verið í veg fyrir 76 af 80 mögulegum með- göngum, sem gefur til kynna, að áreiðanleiki viðkomandi ráðs hefur verið ca. 95-96.% Önnur aðferð hefur einnig verið mikið notuð á undanförnum árum við mat á öryggi getnaðarvarna, en það er að gefa upp fjölda með- gangna pr. „Women-months“ í

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.