Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Qupperneq 9

Læknaneminn - 01.12.1968, Qupperneq 9
LÆKNANEMINN 9 m.a. komið í ljós við tilraunir, þar sem progesteron hefur verið gefið í stórum skömmtum fyrst eftir coitus á egglostíma og hindrað frjóvgun fyrir því. Sýnt hefur ver- ið fram á, hve mismunandi stórir skammtar af steroidiun eggja- stokkanna hafa mikið að segja bæði hvað snertir frjóvgun og hindrun á frjóvgun. Þannig geta vissir skammtar af progesteron undirbúið slímhúð legsins hæfilega til þess að frjóvgað egg setjist þar að, en e.t.v. aðeins stærri skammt- ar af sama efni komið í veg fyrir það. Egglosum er stjórnað af gona- dotrop hormónum heiladingulsins. F.S.H. (follicel-stimulating-hor- mon) hefur þau áhrif, að eitt ákveðið eggbú í öðmm eggja- stoliknum nær fullum þroska. Til þess að þetta geti átt sér stað er þörf lítils magns af L.H. (Luteini- zing-hormone). Við skyndilega aukningu á L.H.-framleiðslunni losnar eggið og hið brostna eggbú breytist í gulbú. Gonadotropinin stjóma ekki að- eins egglosi, heldur einnig myndun steroid-hormóna eggjastokkanna, en sú framleiðsla stendur í nánu sambandi við þroska eggsins. Það eggbú, sem þroskast hverju sinni, framleiðir vaxandi magn af östro- gegn hormónum, sem framkalla breytingar í slímhimnu legsins (proliferation) og hefur einnig áhrif á þekjuna í vagina. Slím- myndun í cervix uteri verður einn- ig fyrir áhrifum, það verður nú þunnt, þannig að sæðisfrumur eiga auðvelt með að fara í gegn- um það. Þessum breytingum fylgir aukinn útskilnaður af „östrogen- metaboliturn“ í þvagi. Hið aukna magn af östrogenhormónum verk- ar síðan aftur á framleiðslu F.S.H. og L.H. - „releasing factors“ - frá miðheilanum. Hvernig þetta eiginlega á sér stað, vita menn ekki enn. Menn vita að smá- skammtar af östrogen auka fram- leiðslu bæði á F.S.H. og L.H., en áframhaldandi gjöf á stórum östrogenskömmtum kemur í byrj- un í veg fyrir F.S.H.-framleiðslu og síðan einnig L.H.-framleiðsluna. Eftir egglos breytist hið brostna eggbú í gulbú, sem framleiðir ekki aðeins östrogenhormón heldur einnig mikið magn af progesteron. Progesteron veldur síðan breyting- rnn á endometrium (secretion), - breytingar verða á ný í vagina- þekjunni og cervixslím verður nú þykkt, frumuríkt og ógagnsætt svo að sæðisfrumur komast nú ógjarn- an í gegnum það. Þessum breyt- ingum fylgir aukinn pregnandiol- útskilnaður í þvagi. Progesteron hefur einnig áhrif á miðheilading- ulskerfið. Það dregur úr L.H.- framleiðslu heiladingulsins, en hefur lítil eða engin áhrif á fram- leiðslu F.S.H. Stjórn heiladingulsins á starf- semi gulbúsins er ekki fyllilega kunn. Ýmsir telja að L.H. sé þar ekki eitt að verki, heldur og önn- ur hormón heiladinguls. Eins og kunnugt er, endist starfsemi gul- búsins aðeins 14 daga, ef engin frjóvgun á sér stað. Þá minnkar steroidframleiðsla gulbúsins skyndilega það mikið. að engra áhrifa gætir þaðan á slímhimnu legsins, sem brotnar nú niður með tíðablæðingu. Hvað veldur þessari skyndilegu minnkun á starfsemi gulbúsins er ekki vitað. Ýmsir telja sennilegt að visst efni, sem myndast í endo- metrimn (luteo-lysin), sé þarna að verki. Menn vita, að progesteron er nauðsynlegt, til þess að egg geti setzt í legslímhúðina. Þetta stutta yfirlit yfir samspil
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.