Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Page 10

Læknaneminn - 01.12.1968, Page 10
10 LÆKNANEMINN heiladinguls og eggjastokka er gefið hér til þess að undirstrika, hve áhrif steroida eggjastokkanna eru flókin og hve margt það er, sem við getum enn ekki skýrt í þessu sambandi. Þar sem hér er um efni að ræða, sem hafa mikil áhrif á líkamsstarf- semina, er ofur skiljanlegt að ým- issa aukaverkana gæti. Talið er, að nálega helmingur þeirra kvenna, sem taka pilluna, kenni einhverra óþæginda í upp- hafi meðferðar, en þau óþægindi hverfa að vísu hjá mörgum við áframhaldandi notkun. Af algeng- rnn aukaverkunum má nefna: ógleði, höfuðverk, aukablæðingar og þjmgdaraukningu, sem í viss- um tilfellum stafar af auknu vökvamagni í líkamanum. Þær aukaverkanir, sem mestum umræðum hafa valdið undanfarin ár, eru æðabólgur, gula og lækk- un á sykurþröskuldi nýrnanna. Menn hafa ekki verið á einu máli um, hvort um raunverulega aukna tíðni á æðabólgu væri að ræða við notkun pillunnar eða ekki. Á tímabili komu fram marg- ar greinar í blöðum, ekki sízt á Norðurlöndum, sem töldu að áber- andi meiri tíðni væri á flebitis hjá þeim sem tækju pilluna. Aðrir hafa borið þetta til baka. Nýjustu rann- sóknir benda ekki til þess að auk- in hætta sé á kransæðastíflu né stíflu í heilaæðum, en hins vegar nokkuð auldn hætta á æðabólgum í fótum, sem í einstaka tilfellum getur sent blóðtappa til lungna, eins og kunnugt er. Talið er að æðabólga á háu stigi með blóð- tappa til lungna, er leiði til dauða, megi vænta hjá 3 konum af 100000, sem taka pilluna að stað- aldri um langan tíma. Um gulu hefur einnig verið mik- ið rætt. Viðurkennt er, að pillan getur stundum valdið gulu. Er það fyrir bein áhrif á lifrina í flestum tilfellum. Hefur þeim sjúklingum, sem gulu hafa fengið, yfirleitt batnað fljótt eftir að hafa hætt notkun hennar. Engar varúðarráð- stafanir hafa verið taldar nauð- synlegar að öðru leyti í því sam- bandi. Á síðustu tveim árum hefur mikið verið ritað um áhrif pillunn- ar á nýrum. Bendir margt til þess, að langvarandi notkun valdi lækk- un á sykurþröskuldi nýrnanna. Er hvatt til varúðar í þessum efnum, þ.e., að konur, sem þegar hafa lág- an sykurþröskuld, taki ekki pill- una né heldur þær konur, sem telja má að hafi sykursýki á byrjunar- stigi. Enginn veit enn, hvort langvar- andi notkun pillunnar kann að leiða fleiri aukaverkanir í ljós. Heil kynslóð kvenna þarf að taka hana að staðaldri til þess að leiða í Ijós, hvort slík sé raun á. Því ber lækn- um saman lun, að um pilluna gildi það sama og um ýmis önnur lyf, að nauðsynlegt sé að hafa fulla gát á notkun hennar um margra ára skeið enn. Þótt vissrar varúð- ar sé þörf, eru menn almennt sam- mála um, að tímabundin notkun hennar, eitt, tvö eða þrjú ár, hafi varla nokkurn skaða í för með sér í flestum tilfellum. Vara ber við þeirri bjartsýni, að halda að hér sé fundin framtíðarlausn til tak- mörkunar barneigna, þ.e. að kon- an eigi að taka pilluna mestan hluta síns kynþroskaskeiðs, 25-30 ár. Þótt telja megi, að pillan gefi nálægt 100% öryggi sem frjóvg- unarvörn, er það bundið því skil- yrði, að konan gleymi aldrei að taka hana daglega um 3ja vikna skeið í hverjum tíðahring, eins og tilskilið er. Þetta hefur reynzt

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.