Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Qupperneq 13

Læknaneminn - 01.12.1968, Qupperneq 13
LÆKNANEMINN 18 ljós. Mönnum ber almennt saman um, að þær konur, sem óska eftir því að bæta við sig fleiri börn- um, verði fljótlega ófrískar, eftir að lykkjan er tekin. Enn mun þó almennt fylgt þeirri reglu að láta helzt ekki þær konur hafa lykkju, sem aldrei hafa eignazt barn, og margir fylgja þeirri reglu að láta aðeins upp lykkju hjá þeim kon- um, sem hafa eignast tvö börn eða fleiri. Þrátt fyrir rækilegar rannsókn- ir margra aðila síðastliðinn ára- tug, hefur enn ekki verið fullskýrt í hverju frjóvgunarvörn lykkjunn- ar er fólgin. Hún kemur ekki í veg fyrir egglos. Það sýna bæði þau tilfelli, sem frjóvgast, þó að lykkj- an sé á sínum stað, og einnig geta konur fengið utanlegsfóstur, þótt lykkjan sé í legholi. Tilvera lykkj- unnar í leghoíinu virðist á ein- hvern hátt valda því, að eggið festist þar ekki, heldur eyðist eða gengur niður. Þótt einstaka sinn- um hafi tekizt að sýna fram á bólgubreytingar í slímhúð legsins, sýna rannsóknir á slímhimnunni þó oftar engar slíkrar breytingar. Mikill fjöldi annarra tilgáta hefur komið fram. en sannanir liggja enn ekki fyrir. Hvað sem um áðurtalda ga.lla lykkjunnar má segja, verður því ekki á móti mælt, að hér er fengin tiltölulega einföld og hentug vörn gegn barneignum, sem mörg lönd heims hafa tekið fegins hendi. Hefur lykkjan nú verið látin í leg- hol kvenna í milljónatali í Austur- löndum, einkum Indlandi, Pak- istan, Kóreu, Japan, Formósu og meginlandi Kína. I flestum löndum heims er nú unniö að áætlunum um að takmarka fólksfjölgun. Þótt lykkjan sé notuð í flestum löndum heims, hefur hún þó komið að beztum notum í vanþróuðu löndun- um, þar sem pillan og aðrar getnað- arvarnir hafa ekki reynzt nothæf- ar, eins og fyrr er nefnt í grein þessari. Hér á landi hefur lykkjan verið í notkxm s.l. 5 ár. Prófessor Pétur H. J. Jakobsson hefur um margra ára skeið haft náið samband við I. P.P.F. (International Planned Parenthood Federation) og the Population Concil í New York og í samvinnu við þær stofnanir hóf hann notkun lykkjunnar í nóv- ember 1963. Á Fæðingadeild Land- spítalans hafa síðan verið settar upp lykkjur í völdum tilfellum undanfarin ár og stendur nú yfir rannsókn á gagnsemi hennar hér á landi. Verður þeirra rannsókna ekki nánar getið hér, en niður- stöður munu væntanlega liggja fyrir á miðju ári 1969. Þrátt fyr- ir ýmsa annmarka, sem nefndir hafa verið, hefur lykkjan notið mikilla vinsælda hér sem annars staðar. Lausleg athugun bendir til, að nokkuð á annað þúsund konur hafi nú fengið lykkju hér á landi, frá byrjun. Niðurlagsorð. Hér að framan hefur, auk stutts yfirlits yfir notkun frjóvgunar- vama, einkum verið rætt um þau tvö vamarráð, sem mesta út- breiðslu hafa hlotið í heiminum að undanförnu. Með þessu skal alls ekki haldið fram að þau ráð séu þau einu, sem nota eigi í dag. Þar sem grein þessi er ætluð lækna- nemum fyrst og fremst, mun ég að lokum reyna að svara þeirri spurningu, sem margir læknanem- ar og kandidatar hafa spurt á undanförnum árum: Hvaða ráð á að gefa fólki, sem leitar til lækn- is um upplýsingar um frjóvgunar- vamir? Spurning þessi er mjög eðlileg og sjálfsögð, enda er ís-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.