Læknaneminn - 01.12.1968, Side 34
LÆKNANEMINN
n
Bráð eitrun getur orðið, þeg-
ar í loftinu er svo mikið magn
af ákveðnum mengum, að eitrun-
areinkenni koma í ljós innan
skamms tíma. Sem betur fer heyr-
ir slíkt einungis til undantekninga,
og þá sem afleiðing slysalegrar út-
sendingar á miklu magni af viss-
um efnum eða af sérstökum veður-
fræðilegiun ástæðum. Eitt fyrsta
dæmið um slíkan atburð var at-
vikið í Meuse-dalnum í Belgíu 1930,
þegar meira en 1000 manns sýndu
einkenni eitrunar og um 60 létust.
Ekki voru gerðar efnamælingar á
loftinu, en talið er, að um hafi
verið að ræða flúorsambönd eða
brennisteinstvíoxíð frá nálægu
verksmiðjuhverfi. Mikið „smog“
varð í Donora, lítilli iðnaðarborg
skammt frá Pittsburgh, í okt.
1948. Veiktust þá tæplega 6000 af
14.000 íbúum, þar af veiktust 1500
alvarlega og um 20 dóu. Einkenni
voru fyrst og fremst frá öndunar-
vegi, svo sem hálssærindi, berkju-
bólga og lungnabólga. Orsök eitr-
unar var einkum tahn brennisteins-
tvíoxíð. 1 London hefur oft orðið
mikið „smog“, en sjaldan eins al-
varlegt og í des. 1952. Talið er, að
um 4000 manns hafi þá látizt af
völdum þokunnar. Einkum voru
það komabörn, gamalt fólk og
þeir, sem þjáðust af langvarandi
hjarta- eða lungnasjúkdómum.
Fyrst og fremst var orsök eitrun-
ar brennisteinstvíoxíð og brenni-
steinssýra (í Lundúnaþoku í des.
1962 mældist styrkleiki brenni-
steinstvíoxíðs 5,7 mg/m3).
Síkomin eitrun getur orsak-
azt af mengum í andrúmslofti,
sem hafa samsöfnunar-áhrif (cu-
mulative effect), eða af skaðleg-
um efnum, sem stöðugt eru í loft-
inu. Er styrkleiki þeirra þá ekki
það mikill, að þeir valdi bráðri eitr-
un. Hér imdir falla efni eins og
flúor, arsen, blý, beryllíum, króm
og cadmíum. Ýmsir halda því fram,
að langvarandi áverkan brenni-
steinsmengunar geti valdið þrá-
látri berkjubólgu og síðar bron-
chiectasíum, einnig augnangri
(conjunctivitis).
Myndun illkynja æxla getur
orsakazt af útsetningu fyrir
æxlismyndandi efnum (carcin-
ogenic substances). Tilraimir með
ýmis þessara efna virðast leiða í
ljós, að æxlismyndandi geta þeirra
sé ekki háð því, hversu miklu lík-
aminn heldur eftir (eins og er til-
fellið með efni, sem hafa dæmi-
gerð samsöfnunar-áhrif), heldur
heildarsummu af uppteknum
skömmtum, jafnvel þótt þeim sé
dreift á tíma og án tillits til þess,
hvernig niðurbrotnun og útskiln-
aði er varið (Druckrey o.fl.). Af-
leiðingin er heildarsummun á óaft-
urkallanlegum breytingum. Það er
því vel mögulegt, að angahtlir
skammtar verði skaðlegir, ef þeir
eru uppteknir æ ofan í æ.
Helztu æxlismyndandi efnin í
andrúmslofti nútíma borga eru
títtnefnd f jölhringa arómatísk kol-
vatnsefni. Þessi efni teljast eigin-
lega til sóts. Það er athyglisvert,
að sót var einmitt fyrsta efnið,
sem grunað var um að valda
krabbameini. Það var Sir Percival
Pott, sem árið 1775 fann samband
mihi sóts og krabbameins í eist-
um (,,sótarakrabbi“). Æxlismynd-
andi eiginleikar sóts, sem myndazt
hafði við ófuhkomna brennslu á
steinkolum, voru síðar staðfestir
með dýratilraunum. Árið 1949 var
eitt kröftugasta fjölhringa kol-
vatnsefnið, 3,4-bcnzpýren, ein-
angrað úr sóti. Þetta efni finnst
mælanlegt í andrúmslofti ótal
iðnaðarborga, sbr. töflu 5 (Kotin,