Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Qupperneq 36

Læknaneminn - 01.12.1968, Qupperneq 36
36 LÆKNANEMINN nefnd hafa verið dæmi um sam- virkni efna, t.d., að létt kolvatns- efni úr útblásturslofti olíuvéla leysa upp æxlismyndandi fjöl- hringa kolvatnsefni, sem loða utan á sótögnum og egna þau þannig upp, ef svo má að orði komast. Einnig er hugsanleg samvirkni milli þessara efna og sjúklegs ástands líkamans. I þessu tilviki má nefna úrvötnun í slímhúð önd- unarvegs, minnkaðan hreyfanleika bifhára og breytingu á starfsemi bikarfruma. Um líffræðileg áhrif jónandi geisla varða nokkuð ólík viðhorf, og er það verkefni því látið kyrrt liggja. V. ALMENNAR VARÚÐAR- RÁÐSTAFANIR. Hér að framan hefur verið rætt um helztu orsakir mengunar og þær hættur, sem heilsu okkar get- ur sta,fað af henni. Tekið hefur verið fram, að mengun andrúms- loftsins af völdum náttúrufyrir- bæra hefur langtum minni eitur- efnafræðilega þýðingu en sú meng- un, sem maðurinn er valdur að. Eftirlit og varúðarráðstafanir beinast því fyrst og fremst að hinu síðarnefnda. Verður nú örlít- ið vikið að þessum tveim atriðum. Fylgjast verður reglulega með mengun loftsins og nota í því augnamiði viðeigandi efnagrein- ingaraðferðir. Það er því nauðsyn- legt að ákvarða leyfileg gildi fyrir styrkleika hinna ýmissu hættulegu efna. Leyfileg gildi hafa verið ákveðin fyrir styrkleika margra hættulegra efna 1 lofti á vinnustöð- um. Eru þessi gildi kölluð m.a.c. gildi viðk. efnis (maximum allow- able conc.). Þá er miðað við út- setningu í 8 klst./dag 5 daga vik- unnar. Oftast er þetta gildi upp- gefið í p.p.m. (parts per million) eða mg/m3. Augljóst er, að leyfi- leg gildi efna í andrúmsloftinu verða að vera töluvert lægri en m.a.c. gildin, bæði vegna þess, að nú er miðað við stöðuga útsetn- ingu, og vegna hins, að nú er um að ræða allt fólk, hraust og las- burða, þungaðar konur, börn og gamalmenni. En hvernig verður hægt að koma í veg fyrir óhóflega mikla mengun? Áður en við reynum að draga saman einhver atriði í því markmiði, skulum við gera sam- anburð á tveim borgum í Síberíu, Irkutsk og Angarsk, sem eru stað- settar á svipuðum slóðum. I gömlu borginni Irkutsk er hvert hús um sig hitað upp með kolakyndingu og verksmiðjur eru dreifðar um borgina. I nýju borginni Angarsk hefur -verið reist upphitunarmið- stöð fyrir alla borgina og verk- smiðjumar, sem eru aðskildar frá borginni með um mílubreiðri skóg- arræmu, hafa sérstaka ofna til að tryggja sem fullkomnasta brennslu og háa reykháfa. Itrekaðar athug- anir á benzpýren-innihaldi and- rúmslofts borganna sýna tiltölu- lega hátt gildi í Irkutsk, en aðeins snefilmagn í Angarsk. Mér skilst, að þarna komi einmitt aðalatriðin fram, en þau em í formi betri skipulagningar á staðsetningu helztu mengunarupptaka og að- gerða til að minnka magn mynd- aðra menga. Þriðja atriðinu má svo bæta við, en það er almenn fræðsla um þessi mál. Hér verða dregin saman helztu atriðin, sem til greina koma sem varúðarráð- stafanir gegn mikilli mengun: 1) staðsetning mengunarupptaka: a) reynt verði að halda mengandi iðnaði aðskildum frá íbúðar- svæðum;
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.