Læknaneminn - 01.12.1968, Qupperneq 36
36
LÆKNANEMINN
nefnd hafa verið dæmi um sam-
virkni efna, t.d., að létt kolvatns-
efni úr útblásturslofti olíuvéla
leysa upp æxlismyndandi fjöl-
hringa kolvatnsefni, sem loða utan
á sótögnum og egna þau þannig
upp, ef svo má að orði komast.
Einnig er hugsanleg samvirkni
milli þessara efna og sjúklegs
ástands líkamans. I þessu tilviki
má nefna úrvötnun í slímhúð önd-
unarvegs, minnkaðan hreyfanleika
bifhára og breytingu á starfsemi
bikarfruma.
Um líffræðileg áhrif jónandi
geisla varða nokkuð ólík viðhorf,
og er það verkefni því látið kyrrt
liggja.
V. ALMENNAR VARÚÐAR-
RÁÐSTAFANIR.
Hér að framan hefur verið rætt
um helztu orsakir mengunar og
þær hættur, sem heilsu okkar get-
ur sta,fað af henni. Tekið hefur
verið fram, að mengun andrúms-
loftsins af völdum náttúrufyrir-
bæra hefur langtum minni eitur-
efnafræðilega þýðingu en sú meng-
un, sem maðurinn er valdur að.
Eftirlit og varúðarráðstafanir
beinast því fyrst og fremst að
hinu síðarnefnda. Verður nú örlít-
ið vikið að þessum tveim atriðum.
Fylgjast verður reglulega með
mengun loftsins og nota í því
augnamiði viðeigandi efnagrein-
ingaraðferðir. Það er því nauðsyn-
legt að ákvarða leyfileg gildi fyrir
styrkleika hinna ýmissu hættulegu
efna. Leyfileg gildi hafa verið
ákveðin fyrir styrkleika margra
hættulegra efna 1 lofti á vinnustöð-
um. Eru þessi gildi kölluð m.a.c.
gildi viðk. efnis (maximum allow-
able conc.). Þá er miðað við út-
setningu í 8 klst./dag 5 daga vik-
unnar. Oftast er þetta gildi upp-
gefið í p.p.m. (parts per million)
eða mg/m3. Augljóst er, að leyfi-
leg gildi efna í andrúmsloftinu
verða að vera töluvert lægri en
m.a.c. gildin, bæði vegna þess, að
nú er miðað við stöðuga útsetn-
ingu, og vegna hins, að nú er um
að ræða allt fólk, hraust og las-
burða, þungaðar konur, börn og
gamalmenni.
En hvernig verður hægt að
koma í veg fyrir óhóflega mikla
mengun? Áður en við reynum að
draga saman einhver atriði í því
markmiði, skulum við gera sam-
anburð á tveim borgum í Síberíu,
Irkutsk og Angarsk, sem eru stað-
settar á svipuðum slóðum. I gömlu
borginni Irkutsk er hvert hús um
sig hitað upp með kolakyndingu
og verksmiðjur eru dreifðar um
borgina. I nýju borginni Angarsk
hefur -verið reist upphitunarmið-
stöð fyrir alla borgina og verk-
smiðjumar, sem eru aðskildar frá
borginni með um mílubreiðri skóg-
arræmu, hafa sérstaka ofna til að
tryggja sem fullkomnasta brennslu
og háa reykháfa. Itrekaðar athug-
anir á benzpýren-innihaldi and-
rúmslofts borganna sýna tiltölu-
lega hátt gildi í Irkutsk, en aðeins
snefilmagn í Angarsk. Mér skilst,
að þarna komi einmitt aðalatriðin
fram, en þau em í formi betri
skipulagningar á staðsetningu
helztu mengunarupptaka og að-
gerða til að minnka magn mynd-
aðra menga. Þriðja atriðinu má
svo bæta við, en það er almenn
fræðsla um þessi mál. Hér verða
dregin saman helztu atriðin, sem
til greina koma sem varúðarráð-
stafanir gegn mikilli mengun:
1) staðsetning mengunarupptaka:
a) reynt verði að halda mengandi
iðnaði aðskildum frá íbúðar-
svæðum;