Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Síða 46

Læknaneminn - 01.12.1968, Síða 46
LÆKNANEMINN 1,6 Af átta skiptistúdentum sóttu þrjú um áðurgreinda deild, þ.e. hol- lenzk stúlka og Þjóðverji, auk mín. Það voru skiljanlega ekki tök á að skipuleggja sérstaklega kennslu fyrir okkur, en hinn hressilegi prófessor Vara gaf okkur heimild til að ganga sjálfala á deildunum og fylgjast með gangi mála að vild. Ég get ekki varizt því að lýsa yfir, að finnskan er alveg voðalegt mál. Ekki var okkur útlendingunum gerlegt að renna í grun merkingu eins einasta orðs, og þetta mál tala rúmlega 90% þjóðarinnar. Útlitið var skuggalegt, þangað til ég uppgötvaði lítinn hóp sænsku- mælandi Finna. Þeim tókst oft að herja út kennslu á sænsku og með því að elta hópinn fékk ég færi á að sjá og læra ýmislegt á skurð- stofum, deildum, polyklinik og síðast en ekki sízt að taka á móti börnum. FIMSIC er skammstöfun á samtökum læknanema í Helsinki, sem hafa í þjónustu sinni átta stúdentaskiptastjóra. Þeir taka á móti skiptistúdentum og skipuleggja ferðir og skemmtanir fyrir þá. Sum- arið hafði verið mjög annríkt með aðalþingi IFMSA í ágúst auk óvenju margra skiptistúdenta. Þrátt fyrir langt og erfitt sumar, nutum við síðbúnir ferðalangar finnskrar gestrisni í „saunapartíi11, sem allir við- staddir kunnu mjög vel að meta. Nóg um það. Þá var farin ferð með okkur útlendingana til Rinnekoti Habilita- tionscentrum, sem er fávitaheimili og stærst sinnar tegundar í Finn- landi. Rinnekoti myndar lítið þorp í fallegu umhverfi í nágrenni Helsinki. Þar búa um sex hundruð vistmenn á öllum aldri. Við gengum dálítið um landareignina. Alls staðar gat að líta við störf sín hin sérkenni- legu mongoloid andlit; við landbúnað, smíðar, heimilishald, vefnað, hjúkrun o.s.frv. Heimsóknin er eftirminnileg og sannaði áþreifanlega, að það er dýrara að vanrækja þessa þjóðfélagsþegna en að búa vel að þeim. Að Rinnekoti starfa saman læknar, sálfræðingar, þjóðfélags- fræðingar, sjúkraþjálfarar, sérmenntaðir kennarar og hjúkrunarkonur. Einnig er þar mmið að vísindarannsóknum (chromosomrannsókmun) í tengslum við háskólann í Helsinki. Hér að framan hefur eingöngu verið drepið á þá þætti, sem til- heyra stúdentaskiptunum. Utan ramma þess eru minningar um margt, sem vert væri að lýsa og segja frá. Aðeins vil ég geta um eitt m.t.t. kveinstafa okkar vegna skorts á félagsheimili. stúdentagörðum o.fl. Víða í Helsinki eiga stúdentasamtök húseignir, m.a. í miðborginni mjög verðmæt hús, sem þeir hafa aflað sjálfir eða verið ánafnað, og reka þeir þar blómlegt starf. Og læknanemar byggðu sér nýíega stúdentagarð. Húsnæðisskort.ur var og er mikill og beiðni þeirra um stúdentagarð þaut sem vinnur um eyru yfirvalda. Þeir tóku sig til, söfnuðu sjálfir fé og byggðu Medioma, sem er glæsilegt fjögurra hæða hús. Um ágæti Helsinki og íbúa hennar væri auðvelt að eyða mörgum lýsingarorðum, en ég læt nægja að segja þetta: Hún er óvenju falleg og friðsæl borg með einstæðum arkitektur. Annað er það, sem eykur mjög á gildi borgarinnar. Það eru eyjar, stórar og smáar, meðfram landi svo langt sem augað eygir. 1 borginni og á sumum eyjanna eru

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.