Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Page 47

Læknaneminn - 01.12.1968, Page 47
LÆKNANEMINN ágætar baðstrendur, sem ég kynntist fyrstu vikuna í september, þegar hitabylgja gekk yfir landið og borgarbúar hættu við að draga upp vetrarfötin, en tóku sér ferju í hitanum út í eyjarnar. Á sunnudög- um, þegar veður er hagstætt, gefur að líta frá ströndunum raðir hvítra segla, þar sem Finnar stunda kappsighngar. Mér var tjáð, að í lífs- þægindakapphlaupi þar í landi væri markið, fyrir utan hús og bíl, að eignast eyju sem næst landi með htlu sumarhúsi, sauna og auð- vitað hraðbát og eða seglskútu. Ekki þætti það amalegt líf á Fróni. Að lokum er hvatning til allra, sem tök hafa á. Farið í stúdenta- skipti. Það er alltaf betra að hafa af stað farið en heima setið, þótt einhverjir séu ef til vill óheppnir með sjúkrahús og skipuiag. Það er gefinn út bæklingur ,,How to go abroad“ af IFMSA, sem er gagn- legur þeim, sem hyggja á utanför í þessu skyni. Það eru skilaboð frá læknanemum í Helsinki, að þeir óski eftir íslendingum í stúdentaskipti, þeim finnst ekki nóg að sjá framan í einn.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.