Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Side 48

Læknaneminn - 01.12.1968, Side 48
LÆKNANEMINN Ariribjörn Kolbeinsson, lœknir: Sitthvað um sýnitökur til sýklarannsókna Imigangur. Sýklarannsóknir gefa oft veiga- miklar upplýsingar við greiningu sjúkdóma og meðferð þeirra. Þær geta staðfest eða útilokað tilgátu um sjúkdómsgreiningu eða bent á nýjar leiðir í þeim efnum. En nið- urstöður segja aðeins til um, hvað sýnið hefur að geyma. Hversu góð og nákvæm sem rannsóknatækn- in er, getur niðurstaða aldrei orðið betri en uppruni og meðferð sýnisins gefur tilefni til. Taka sýnis og meðferð þess er undir- staða rannsóknaárangurs og þeirra ályktana, sem læknar geta dregið af niðurstöðum sýklarann- sókna. Þetta á, í meginatriðum, við um niðurstöður allra rannsókna, en þó alveg sérstaklega sýklarann- sókna, þar sem fengizt er við lif- andi verur, sem tekið geta gífur- legum breytingum á skömmum tíma. Geymsla og höndlun sýnis frá tökustað til rannsóknastofu eru einnig mikilvæg atriði varð- andi niðurstöður. Sem dæmi um hinar skjótu og margvíslegu breytingar, sem átt geta sér stað í sýni, má nefna líkamsvökva, sem tekinn er til sýklarannsókna. Gerum ráð fyrir, að í vökva þessum séu tvær teg- undir sýkla og fjöldi annarrar teg- undarinnar sé 1000 í ml. og skipti- tími 20 mínútur (generation time), en af hinni tegundinni séu 10.000 í ml. og skiptitími 90 mín- útur, miðað við vaxtarskilyrði í vökvanum (næringu, hitastig, sýrustig). Eftir IV2 klst. er fjöldi sýkla af fyrri tegundinni orðinn 64.000 í ml., en af síðari tegund- inni er fjöldinn 20.000 í ml. Við sýnitöku var hlutfallið milli f jölda sýkla af hvorri tegund 1.000/ 10.000 = i/10, en að 90 mín. liðn- um var það 64.000/20.000 = 32/io 0g hefur þannig breytzt rúm- lega þrítugfalt á aðeins einni og hálfri klukkustund. Niður- staða af sýklarannsókn, þ.e. smásjárskoðun og ræktmi, hefði orðið önnur við sýnitöku en eftir 90 mínútna geymslu við þessi til- teknu skilyrði. Það má einnig nefna, að ef sýklaeyðandi efni (desinfectant) er til staðar, geta áhrifin verið öfug, þannig að fleiri sýkla sé hægt að rækta í byrjun heldur en eftir tiltekinn geymslutíma, en í slíku tilfelli er líklegt, að árangur af smásjár- skoðun verði svipaður í upphafi og við lok geymslutíma. Taka sýnis til sýklarannsókna, geymsla þess og flutningur til rannsóknastofu er því sá grund- völlur, sem allar rannsóknii- byggj- ast á. Bæði hér og erlendis er al- gengt, að sýnitökur annist fólk með litla eða enga þjálfun í sýkla-

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.