Læknaneminn - 01.12.1968, Page 50
50
LÆKNANEMINN
aldrei menguö sýni að utanverðu.
Heppilegast er talið að nota ílát
úr óbrothættu plasti, sem er dauð-
hreinsað og notað einu sinni. IJt-
strokssýni er handhægast að taka
ápinnameð „dacron“ eða„calcium-
alginate“-vafningum á öðrum enda.
Þessi efni eru heppilegri en baðm-
ull, sem haft getur skaðleg áhrif
á viðkvæma sýkla. Útstrokspinna
af þessari gerð er hægt að fá dauð-
hreinsaða í pappírsumbúðum,
framleidda í verksmiðjum og selda
eftir venjulegum verzlunarleiðum.
(Falcon Plastic, Rutherford, New
Jersy. Colab Laboratories Inc.,
Chicago, Illinois. Gateway Inter-
national, Los Angeles, Cal.).
í glösum, sem notuð eru til
sýnitöku, er oft haft fast eða fljót-
andi æti til bess að tryggja, að
sýni haldist rakt og sýrustig
breytist ekki um of á sendingar-
tíma. Hefur þetta einkum þýð-
ingu, þegar um er að ræða við-
kvæma sýkla, eins og neisseria
gonorrhoae, hæmophilus í influ-
enzae og neisseria meningitidis.
Þeir síðastnefndu eru sérlega næm-
ir fyrir minniháttar hitasveiflum.
Sýni með þeim sýklum mega helzt
ekki kólna niður fyrir 30° C.
Sum sýni innihalda ætíð mik-
inn fjölda af óskaðlegum bak.ter-
íum, t. d. hráki, saur, hálsstrok o.
fl. Ef senditími fyrir slík sýni er
langur, er heppilegast að kæla þau
niður fyrir 8° C. Slík kæling hindr-
ar, að hraðvaxandi, óskaðleg-
ar bakteríur yfirvaxi sýklana. en
flestir sýklar, að undanteknum
meningokokkum, gonokokkum og
h. influenzae haldast lifandi all-
langan tíma við þetta hitastig.
Ef senda þarf sýklasýni í pósti,
er ráðlegast að búa um þau í tvö-
földum, óbrothættum umbúðum
og vefja bau í baðmull og þerri-
pappír, einkum ef þau innihalda
vökva, til þess að hindra að vökv-
inn nái að leka gegnum umbúðir,
ef ílát brotnar eða annað meiri-
háttar óhapp skyldi henda í flutn-
ingi.
Verður nú vikið að einstökum
tegundum sýna og hvers ber sér-
staklega að gæta við töku þeirra,
hverra sýkla þar megi helzt vænta
og nokkuð á það minnzt, hvenær
mest nauðsyn er að taka sýni til
sýklarannsókna.
Sýnitaka fyrir blóðræktanir.
Blóðsýni til ræktunar er nær
eingöngu tekið í fljótandi æti og
er algengast að nota „Brain-
Heart Infusion" eða „Thioglycoll-
ate Broth“. Blóðmagnið er 5—25
ml. Sýni má taka í sterila sprautu,
eða með sérstökum blóðtökutækj-
um í lofttæmdar ræktunarflöskur.
t ætinu erstorknunarvariogstund-
um örlítið af agar. Nauðsynlegt
er að blanda blóðinu saman við
ætíð strax eftir, að það hefur verið
tekið, og gera það varlega, án þess
að loftbólur myndist. Thiogly-
collate-æti skapar anærob skil-
yrði, jafnvel þótt súrefni sé í loft-
inu yfir ætinu. Við anærob-
ræktanir er bezt að taka, blóðið
með þar til gerðum blóðtökutækj-
um (nálum og slöngum), en gæta
þess vandlega, að loft fari ekki of-
an í ræktunarflöskurnar. Þeir
sýklar, sem gera má ráð fyrir, að
fundizt geti við blóðræktanir, eru
einkum eftirfarandi: Strept. viri-
dans, strept. hemolyticus, staph.
aureus og einnig staph. albus,
strept. pneumoniae, strept. non-
hemolyticus, h. influenzae, h. coli,
salmonella, pseudomonas pyo-
cyaneus, proteus, neisseria men-
ingitidis. Einnig má nefna mjög
sjaldgæfar tegundir eins og t. d.
clostridium perfringes, leptospira-
tegundir, vibro fetus, listeria