Læknaneminn - 01.07.1973, Blaðsíða 13
Komplíkasjjónir
við aðgerifinti
Nokkur dœmi um neitanir
landlæknis-nefndar
41 árs gömul gift húsmóðir, fer
fram á vönun. Tilefni: ómegð,
þolir ekki getnaðarvarnir. Heilsu-
status: hypertensíf, albuminuria,
lélegar æðar á fótum. Hefur 13
sinnum verið þunguð og fætt 9
börn. - Svar: Ekki haldin alvar-
legum, langvarandi sjúkdómi. Að-
gerð synjað.
25 ára gömul gift kcna fer fram
a vönun cg fóstureyðingu, vegna
mb.cushing og skitsófreni. Sjúkl-
ingur oft verið á hælum og svipt
sjálfræði. Barnsfaðir geðveikur.
Tíðir óreglulegar og svitnar mik-
ið. — Svar: Skilyrði ekki fyrir
hendi samkvæmt þeim vottorðum,
sem fyrir liggja (illa skrifuð, og
konan fæst ekki til viðtals).
Our new dictionary dejines vasec-
tomy as conversion jrom a work-
ing model to a sports model.
(Playboy).
Okkur reyndist erfitt að afla upplýsinga um komplíkasjónir eftir fóst-
ureyðingar. Kennsluljækur fjalla aðeins lítillega um þessa hlið málsins.
Annars staðar í blaðinu er að finna greinargerð um andlegar eftirverk-
anir, en hér mun fjallað um þær líkamlegu.
Þýzka vikuritið Der Spiegel ræðir þessi mál, þ. 21. maí 1973, og
minnist einmilt á vandkvæði við það að fá áreiðanlegar upplýsingar
um þetta. Fóstureyðingar eru hættuminnstar innan lólf vikna, en áhætt-
an eykst sannanlega eftir það. Reynslan sýnir, að fóstureyðingar fram-
kvæmdar á miðþriðjung meðgöngutíma, geta haft í för með sér meiri
og alvarlegri sjúkdóma og dauðsföli, heldur en að eiga fullburða barn.
Lögleg fóstureyðing framkvæmd innan 12 vikna á bins vegar aldrei að
þurfa að kosta konuna lífið, og er miklu bættuminni, en að ganga með
og eignast barn. Menn eru sammála um það, að sogaðferðin sé hættu-
minni aðferð en skafan. Það verður minni blæðing og minni hætta á
legrifu, og auk þess er aðferðin fljótlegri og viðfeldnari fyrir starfs-
fólk á aðgerðarstofu. (Lancet 1971, bls. 2169, skýrir frá tölum um þelta.
Við sköfun urðu 18 legrifur við 14261 aðgerðir eða 0,12%, en við
sogaðferðina urðu 13 legrifur við 22909 aðgerðir eða 0,04%.) Erfið-
ara reyndist að afla upplýsinga um varanlegt sterilitet eftir aðgerðir.
Der Spiegel segir, að bæði andstæðingar og meðmælendur frjálsra fóst-
ureyðinga geti rökstutt skoðanir sínar með tilvitnun í rannsóknir á
þessu. Ein skýrsla frá Ungverjalandi skýri frá 65% steriliteti eftir að-
gerð er önnur rannsókn frá Bandaríkjunum sýni minna en 1% tíðni.
Blaðið segir þetta stafa af því, hversu erfitt sé að rannsaka slíkar
eftirverkanir. Slík rannsókn þyrfti að ná yfir 20-30 ár, og taka þyrfti til-
lit til margs, s. s. notkunar gelnaðarvarna, kynferðislífs, maka o. fl. o. fl.
Þess vegna er hægt að fá ólíkustu niðurstöður úr slíkri rannsókn, allt
eftir því með hvaða hugarfari menn taka hana að sér.
Fóstureyðing gelur þó kostað varanlegar skemmdir á fjölgunarfær-
um konunnar, sem geta leitl til varanlegs sterilitets og valdið því, að
hún seinna missir fangs eða fæðir fyrirburði. Fóstureyðing getur og
valdið því að kona geti síður fætt sjálfkrafa og eðlilega barn sitt en
áður. Um tíðnina er erfitt að dæma eins og áður er sagt, en Ijóst er, að
hún er lítil, þar sem aðgerðin er framkvæmd við beztu aðstæður og
minni við sogaðferðina en við skröpun.
7; Ma,c *itrílixaiion. A portion oj cooh oas (th' tuho which
camct the tpccct jcocn thc tclticlct) it rcmoved and thc cut cndt ttrc
Ofrjósemisðgerðir fyrir konuna
Skorið er inn í kviðarhol og eggjaleiðarar skornir í sundur og tek-
inn af þeim smábútur. Þessi aðgerð er framkvæmd í svæfingu, og hef-
ur engin áhrif á tíðir eða libido. Nýlega er farið að gera þessa aðgerð
í gegnum laporoskóp og hefur það gefizt vel.
Ojrjósemisaðgerðir fyrir karlmanninn
Vasectomía er einfökl aðgerð gerð í staðdeyfingu. Gegnum smáskurð
efst við punginn tekur læknir í sundur ductus, sker í burtu smábút og
bindur svo fyrir endann.
læknaneminn
9