Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1973, Blaðsíða 16

Læknaneminn - 01.07.1973, Blaðsíða 16
AÐ DEYÐA LÍFVERU ÞaS er siðferÖiskylda okkar að fara ekki gáleys- lega með líf. T. d. er rangt að útrýma kengúrunni til þess eins, að sumar konur geti (og jafnvel þótt þær gætu það allar) eignast pels úr kengúruskinni. Það er rangt, vegna þess að tilgangurinn er ekki nægilega mikilvægur til að réttlæta útrýminguna. Siðferðisskyldan er ríkust gagnvart meðlimum okkar eigin siðfræðilega samfélags, vegna þess að í því hafa allir jafnan og gagnkvæman rétt. Stundum höfum við þó svo ríka ástæðu til að deyða mann, að athöfn okkar verður ekki lalin óréttlætanleg, t. d. sjálfsvörn, binda endi á miklar og vonlausar kvalir. Erfið takmarkatilvik geta komið upp t. d. í sam- handi við líffæraflutninga. En hvað er að segja um fóstur? Er það réttlaust eins og tilraunadýriö eða jafnrétthátt og maðurinn? Við gelum fært rök fyrir ]rví, að í líffrœðilegum skilningi höfum við mannlega veru slrax og okfrum- an myndast, mannlega veru, sem á þó eftir að taka á sig form manneskju og einungis hýr yfir þeim eigin- leika að geta í framtíðinni orðið skynsemisvera. Við getum hins vegar ekki sagt, að fóstur sé persóna í sama skilningi og fullorðin kona er persóna. Það að vera persóna þýðir, að manneskjan búi yfir öllum eða a. m. k. einhverjum eftirtalinna eiginleika: 1) meðvitund, t. d. eiginleiki til að skynja sársauka, 2) skynsemi, 3) sjálfráðar hreyfingar, 4) tjáningarhæfni einhvers konar, 5) sjálfsmeðvitund. AÐ BERA VIRÐINGE FYRIR LÍFIYE Það er nauðsynlegt sjálfsvirðingu okkar, að bera virðingu fyrir lífinu. Ekki hara mannlífi heldur einn- ig dýralífi og jurtalifi, sem er undirstaða lífsins á jörðinni. Það er ekki þýðingarminna að virða kennd- ir, t. d. sársauka, hræðslu. Þetta vill stundum gleym- ast vísindamönnum, sem nota lifandi dýr við til- raunir sínar. Tilraunir sem þessar hafa sætt lítilli gagnrýni, þótt við fordæmum almennt illa meðferð á dýrum. Rétt- lætingin, ef nokkur er gefin, er sú, að tilraunirnar séu gerðar í þágu aukinnar velferðar mannsins og aukinnar þekkingar. En siðferðisskylda okkar gagn- vart verum, sem sýna merki sársauka og ótta, hlýtur að setja okkur einhver takmörk. Munurinn á skyldu manns við dýr og skyldu manns við aðra menn er sá, að menn vœnta þess al- mennt, að aðrir menn virði rétt þeirra til lífs og lík- ama. Það er um að ræða gagnkvæm réttindi og skyld- ur. Vegna þess að maðurinn hýr ekki í þykkri skel og er því viðkvæmur fyrir hvers konar allögum, er nauðsynlegt, að slíkur gagnkvæmur skilningur og samkomulag ríki í mannlegu samfélagi. Það er ljóst, að fóslur hefur engan þessara eigin- leika til að bera, það er því ekki persóna. En það að vera persóna er skilyrði fyrir því að vera talinn full- gildur meðlimur mannlegs siðfræðilegs samfélags - hafa siðferðilegan rétt. Þar af leiðandi ber konu ekki skylda til að fórna lífi, heilsu, frelsi eða lífsham- ingju til þess að fóstur geti lifað. Það að einhverjum þessara þátta er ógnað er nægileg réttlædng fyrir fóstureyðingu. þetta fóstureyðingu, líta aðrir nánast á það sem lækningu á ó- reglulegum blæðingum. Það er ljóst af framansögðu, að talsvert er um það, að fóstur- eyðingar séu framkvæmdar á ís- lenzkum konum erlendis. Þessar aðgerðir eru bundnar við ákveð- inn þjóðfélagshóp, nefnilega þær konur, sem geta haft 60 þúsund krónur handbærar með stuttum fyrirvara og hafa auk þess áræði og málakunnáttu til að fara utan til aðgerðar. Það er hins vegar ljóst, að þetta eru ekki þær stúlk- ur, sem húa við verstar félagsleg- ar aðstæður. Við spurðum nokkra prakliser- andi lækna um það, hversu oft konur leituðu til þeirra með beiðni um fóstureyðingu. Yfirleitt tjáðu þeir okkur, að það væri ca. mánaðarlega, en sjaldnasl væri hægt að veita þessum stúlkum úr- lausn, þar sem þær uppfvlltu fæst- ar skilyrði íslenzkra yfirvalda. Nokkur hluti þessara stúlkna hef- 12 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.