Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1973, Blaðsíða 27

Læknaneminn - 01.07.1973, Blaðsíða 27
ið fyrir verulegri sektarkennd, sjálfsásökun eða eftirsjá. Langflestar konurnar álita, að aðgerðin hafi verið rétt hjálp fyr- ir þær eins og þá stóð á. Aðeins 3,9% kenndu fóstureyðingunni um verri geðheilsu eftir aðgerð. 11 harna móðir segir, að það sé sárara að láta börn frá sér eins og hún þurfti að gera af heilsufars- astæðum heldur en gangast undir fóstureyðingu. Þær konur, sem lífið hafði leik- ið grátt á öðrum sviðum voru lengur að jafna sig en hinar, sem ekki höfðu orðið fy rir áföllum. 7 konur fengu verulega sektar- kennd. Af þeim fengu 5 fóslureyð- ingu vegna geðrænna sjúkdóma, 1 vegna exhaustion og líkamlegra sjúkdóma og 1 vegna erfða- og fósturskaðaáhættu. Þessar konur eiga erfitt með að sætta sig við fóslureyðinguna, enda þótl ráð- legging kæmi frá lækni. Sumar telja fóstureyðingar siðferðilega rangar. Þessar tilfinningar virð- ast sterkar hjá þeirn konum, sem viðkvæmar eru í lund og tilfinn- inganæmar, hafa tilhneigingu til taugaveiklunar eða hafa orðið fyr- ir miklum áföllum. Einnig hjá þeim, sem vita, að foreldrar eða aðrir nákomnir fordæma fóstur- eyðingar, og hjá þeim, sem eru trúaðar á annað líf. I ljós kom, að þær konur stóðu betur að vígi tilfinningalega sem nutu stuðnings frá barnsföður, og virðist brýn nauðsyn að auka á- byrgðartilfinningu pilta og karla gagnvart föðurhlutverkinu. Afstaða umhverfisins hefur einnig úrslitaþýðingu, og ætti starfsfólk, sem annast konurnar, að fá sérstaka þjálfun. Mismiinandi mat á anil- logri «g' líkamlog'ri hcilsu Fóstureyðing er talin æskileg og leyfileg, ef móðirni hefur tekið inn Thalidomið á meðgöngutíma. Lífsskilyrði barns með skaddaða útlimi eru talin það ömurleg, að bezt sé, að það fæðist alls ekki inní þennan heim. Það vegur ekki eins þungt á metaskálunum, þótt það muni fæðast inní um- hverfi, þar sem þjóðfélagsástæður eru það óhagslæðar að geðhöfnin skaddist varanlega. Stór hluti af persónuleika hvers einstaklings mótast í æsku, og fjandsamlegar aðstæður kringum nýjan þjóðfé- lagsþegn gela skapað þá skap- gerðarhresli, sem síðar á lífsleið- inni verða erfiður fjötur um fót. Ein af meginforsendum góðrar geðheilsu, er sú, að barnið njóti ástúðar og umhyggju heilbrigðra foreldra, sem hafa óskað eftir að eignast það. Sennilegt er, að óvel- komin hörn verði aldrei eins heil- brigð og þau, sem veikomin eru, og bíði því varanlegt tjón. I Sviþjóð var framkvæmd könn- un á 120 börnum, sem höfðu fæðzt, eftir að mæðrum þeirra hafði verið synjað um fóstureyð- ingu. Þessi hörn voru borin sam- an við hóp samkynja barna, fædd á sömu sjúkrahúsum á svipuðum tíma. Niðurstöður þessarar rann- sóknar voru þær, að þessum óvel- komnu börnurn vegnaði verr í flestum tilfellum. Þau komu oftar við sögu barnaverndarnefnda og lögreglu en hin börnin og gekk verr í námi o. s. frv. Þessar niðurstöður eru ekkert undrunarefni. Sálfræðingum hafa lengi verið kunnar afleiðingar af móðuróvild (maternal rejektion) á sálarástand manna. Sumir geð- læknar hafa viljað halda því fram, að mikilvægt markmið í fyrir- byggjandi geðlæknisfræði væri að hindra lilkomu óvelkominna af- kvæma. 39 ára gift húsmóðir fer fram á vönun og fóstureyðingu. Ástæður: Þéttar fæðingar og erfiðar að- stæður. Depressio mentis (ekki endogen). Gravid x 12. Konan er astmaveik og fæddi tvíbura fyrir 6 mánðuum. — Svar: Nægar á- stæður ekki fyrir hendi. Umsókn neitað. 36 ára húsmóðir fer fram á vön- un og abort. Ástæður: Degenera- tio disci intervertebralis, cystis ovarii, neurosis migraine, bron- kitis cron. Afkoma annars slæm, maður drykkfelldur. Gravid x 8 og alið 5 börn. (2 fóstureyðingar framkvæmdar áður). Konan taugaveikluð, og taugaveiklun í ætt og geðveiki. — Úrskurður: Synjun án athugasemda. læknaneminn 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.