Læknaneminn - 01.07.1973, Blaðsíða 50
í stað rúml. 70%, sem skólabörn fá. Auk þess fá ung
börn lægri títer að meðaltali, og e. t. v. stafar lágt
svörunarhlutfall þeirra eftir 1. faraldur að einhverju
leyti af því, að nokkur hluti þeirra hafi misst aftur
mótefni, ef lítið var myndað af þeim.
Ennfremur var minnzt á, að svörunarhlutfall eftir
1. og 2. faraldur ræðst sjálfsagt að talsverðu leyti af
stærð þeirra.
Af þessum bollaleggingum má e. t. v. leiða tvennt:
I 1. lagi geta þær haft nokkurt spádómsgildi, þeg-
ar meta skal hlutfall næmra kvenna á barneignaaldri
í hverjum faraldri. Um tvítugsaldur á fólk yfirleitt
að baki 2 faraldra og stutt í þann 3. A þessum aldri
eru margar konur að eignast 1. barn sitt. Við getum
hugsað okkur árgang, sem er 1—3 ára í 1. faraldri, og
sá faraldur er stór. Þá fær hann svörunarhlutfall ca.
50%. Síðar kemur 2. faraldur, sem er lítill, og hlut-
faliið hækkar aðeins í 65% í stað ca. 80% (sbr. 5.
mynd). Með þetta hlutfall kemst árgangurinn á barn-
eignaaldur (sbr. árg. f. ’35-’40, sem er líkl. að hafi
verið mæður allnokkurs hluta þeirra vansköpuðu
barna, sem fæddust í faraldrinum ’54-’55, en þetta
þarf að athugaj.Ef við hugsum okkur árgang,sem er
á skólaaldri í stórum 1. faraldri, væri dæmið kannski
þannig: ca. 70-|-ca. 5=75%,sbr. árg. f.’31-’34. Fleiri
dæmi mætti hugsa sér, 1. og 2. faraldur lítill, ca. 25
-)- ca. 20 = 45% (sbr. árg. f. ’23-’25) og ca. 35 -þ ca.
15 = 50% o. fl. Líklega fæst ljósari mynd af þessu,
þegar búið verður að kanna áhrif þess faraldurs, sem
gekk hér á landi s. 1. velur (’72—’73) og mun hafa
verið lítill.
I öðru lagi má e. t. v. draga af þessu þann lær-
dóm, að ekki sé heppilegt að bólusetja yngra fólk en
skólabörn við rauðum hundum (vegna lélegri mót-
efnamyndunar), ef í slíkt væri ráðizt.
Samanteht
Upplýsingar eru til í heilbrigðisskýrslum um sögu
rauðra hunda á Islandi frá því um 1880. Frá 1025
hafa gengið 6 faraldrar á 5-10 ára fresti. Þeir hafa
farið hlutfallslega stækkandi, skv. skráningu. Meiri
hluti skráðra sjúkl. er yngri en 15 ára (73,6% í sein-
asta faraldri, ’63-’64). Konur eru 50-60% skráðra
sjúklinga.
Safnað var upplýsingum frá 1536 konum úr 12
aldursflokkum (5-49 ára) á 13 stöðum víðs vegar
um landið. Þar af fékkst blóðsýni úr 1464. Mæld
voru Hl-mótefni, sem talin eru gefa áreiðanlegar
upplýsingar um undangengna sýkingu. Svörunarhlut-
fall í heild er 67,8%, en meðal kvenna á barneigna-
aldri 81,5%. Svörunarhlutfall reyndist 6,9% í ald-
ursflokki 5-7 ára (fæddar eftir faraldurinn ’63-’64),
46,1% í aldursfl. 9-11 ára og 73,3% í aldursfl. 13-
16 ára (eftir 1 faraldur), hækkar svo í 80-90% í
eldri aldursfl. (aldur miðaður við 1972). A flestum
stöðum eru þessi hlutföll svipuð, Reykhólahérað er
eini staðurinn, sem sker sig verulega úr, heildarhlut-
fall er þar 28,6%, 33,3% kvenna í barneign.
Flestar hafa sýkzt í 1. eða 2. faraldri ævi sinnar.
Saga reyndisl rélt í 68,4 tilvika, 48% þeirra, sem
töldu sig ekki hafa sýkzt voru jákvæðar í mótefna-
mælingu (títer hærri en 20). Læknir greindi í 50,5%
tilvika.
Við tilraun til útreiknings á raunverulegu sýking-
arhlutfalli miðað við íbúafjölda ’63-’64 fæst útkom-
an 21,1%, þ. e. skráður var 1 af hverjum 6,5 sjúkl-
ingum.
Þahharorð
Við hefðum aldrei getað unnið að þessu verkefni
hjálparlaust. Verður hér talið það fólk, sem helzt
hjálpaði okkur (n. v. í þeirri röð, sem aðstoðin kom
til) og færum við því beztu þakkir.
Margrét Guðnadóttir, próf., hafði auga með vinnu
okkar allan tímann og veitli góð ráð. Heilbrigðis-
málaráðuneytið lagði til allt fé, Páll Sigurðsson,
ráðuneytisstjóri, sýndi okkur mikla velvild. Héraðs-
læknar tóku vel á móti læknanemum og veittu að-
stoð. Blóðbankinn í Reykjavík lánaði húsnæði til
gagnasöfnunar. Á veirurannsóknastofnun háskólans
í Gautaborg lærði einn okkar (H.O.T. ) mælingarað-
ferðina. Unnið var að mælingum í húsnæði tilrauna-
stöðvarinnar á Keldum. Stefán Aðalsteinsson, Ph. D.
búfjárfræðingur, leiðbeindi okkur við undirbúning
gagna fyrir götun og alla tölfræðilega úrvinnslu,
sem við kunnum ekkert til. Öll tölvuvinna var unnin
á Reiknistofnun háskólans, og fengum við mjög lipra
fyrirgreiðslu þar. Júlíus Sigurjónsson, próf., var til
ráða við uppsetningu línurita. Inga Guðmundsdóttir,
tækniteiknari, gerði myndir og töflur. - Loks þökk-
um við auðvitað ekki sízt þeim rúmlega 1500 kon-
um, sem lögðu okkur lið.
38
LÆKNANEMINN