Læknaneminn - 01.07.1973, Blaðsíða 29
RÖKRÆÐA
Alls staðar þar sem komið hejur lil greina að
rýmka garnlar fóstureyðingarlöggjafir, liafa orðið
miklar deilur. Við tnunurn nú reyna að tína til sitt-
hvað af röksemdum þeirn, sem beitt er, bœði með
og á móti.
„Lífið er heilutfí, otg enyinn ntit etjða
lífi, þess vetfnu er fóstnreyðintj
morð.“
Rétt er það, að lífið er heilagt. En liver veit meS
vissu, hvenær líf kviknar? VerSur það við samruna
eggs og sáðfrumu, eSa þegar frjóvgað eggið festir
sig í legslímhúðinni, eða verður það þegar fóstrið
fer að hreyfa sig? Ef menn teija, að líf kvikni við
frjóvgunina, hljóta þeir t. d. að vera á móti getnað-
arverjum eins og lykkjunni, eða jafnvel pillunni.
Báðar þessar aðferðir hindra festingu írjóvgaðs eggs
í leginu.
Lengi hefur staðið mikill styrr um það, hvenær líf
kvikni. Augustin hélt því fram, að lífið byrjaði, þeg-
ar fóstrið færi að líta út eins og manneskja. Thomas
frá Aquina: Þegar það fer að hreyfa sig. Aristoteles:
Sveinbörn lifna eftir 40 daga en meybörn eftir 80
daga. Og það mikla autoritet Hippokrates: Lífið
byrjar eftir ca. 30M-2 daga í móSurkviði.
Margir eru þó þeirrar skoðunar, að þessi umræða
sé tilgangslaus og ónauðsynleg, vegna þess að von-
lausl sé að tímasetja það hvenær líf kvikni. Slíkt sé
einstaldingsbundið og mjög mismunandi. Á ákveðn-
um líma meðgöngutímans kviknar lilfinning fyrir
því, að líf hafi myndast, bæði hjá konunni og nán-
asta umhverfi hennar. I byrjun þungunar upplifa fá-
ar konur fóstur sem lifandi veru. Skröpun eða hor-
mónameðferð á þessum tíma er ekki fóstureyðing í
augum konunnar, heldur meðferð á síðbúinni blæð-
mgu, sem verið sé að koma af stað. Það er því held-
ur vafasamt að tala um líf, áður en sá, sem nærir
það, skynjar tilveru þess.
Stefna verður því að því, að fóstureyðingar séu
gerðar sem fyrst á meðgöngulímanum, bæði vegna
konunnar og umhverfis hennar og þeirra, sem eiga
að framkvæma aðgerðina.
„Fóstureijðinijtir eru í antlstöðu við
siðfrteði ltehna“
Siðfræði lækna er breytileg, og hluíverk hennar
hlýtur alltaf að vera það, að koma sem flestum að
haldi. Frumskylda hvers læknis hlýtur að vera sú,
að hjálpa fólki í vandræðum bæði líkamlegum og
andlegum en ekki að vera dómari í málum þess.
„Fóstureyðintjar leiða til auhins
lausltetis“
Á síðari tímum hefur orðið nokkur breyting á lifn-
aðarháttum fólks. Betri getnaðarverjur hafa gjör-
breytt viðhorfinu til kynlífsins. Kynferðismál eru
ekki lengur slíkt feimnismál og þau hafa verið.
Frjálsar fóstureyðingar koma í beinu framhaldi af
þessari þróun, en geta á engan hátt talizt orsök.
„Fóstureyðintjar eru í andstöðu við
náttúrulöymálin“
HvaSa náttúrulögmál? Samkvæmt náttúrulög-
málum ætti konan að vera ófrísk mestan hluta af
frjósömu æviskeiði sínu. Mikill hluti af tima lækna
fer í það að brjóta þetta lögmál, með útgáfu lyfseðla
fyrir pilluna, uppsetningu á lykkjunni o. fl. o. fl.
„Konan verður að bera ábyryð á
yjörðum sínum“
Hafi einhverjum orðið á glappaskol, verða mis-
tökin ekki minni eða viðráðanlegri með því að nýr
einstaklingur fæðist í heiminn. Það er líka vafa-
söm röksemd, að refsa eigi einum með því að láta
annan fæðast. Hætt er við, að slík refsing komi nið-
ur á miklu fleirum en stúlkunni kærulausu, svo sem
á barninu, og nánasta umhverfi hennar.
læknaneminn
23